Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 53
DÓRA S. BJARNASON
Mynd 6
Meðaltalsmat á mikilvægi þess að nota Sálfræði- og sérkennsludeild
Dagvistar barna til styrktar sameiginlegu uppeldi
Fyrri könnun Seinni könnun
börnunum. Stutt kaffihlé tveggja til þriggja fullorðinna og „vinnufriður" undir
vakandi auga einhvers fullorðins skapar bæði börnum og fullorðnum svigrúm til
að slaka á.20 Óvarlegt er að alhæfa um niðurstöður einnar eigindlegrar rannsóknar á
leikskóla almennt, en samt virtist áhugavert að leyfa þessu atriði að fylgja með á
listanum.
Niðurstöður af samanburði svara leikskólakennara og ófaglærðra milli kannana
eru hér heldur óvæntar. I báðum könnunum setja leikskólakennarar og ófaglærðir
þetta atriði í 4.-5. sæti mikilvægis. Leikskólakennarar telja það marktækt mikilvæg-
ara en ófaglærðir, F(935,l)=7,04, p<0,01 (sjá Mynd 7). Þroskaþjálfarnir flokka þetta
hins vegar með þrem léttvægustu atriðunum á listanum í fyrri könnun, en allir sem
einn setja þeir þetta sem annað mikilvægasta atriðið í seinni könnun.
Reynsla og nám tengt fötluðum
Spurning þrjú er tvíþætt. Annars vegar (í 3a) er spurt um reynslu og þekkingu
starfsfólks og hins vegar (í 3b) um hvernig starfsfólk og leikskólar eru búnir undir
að vinna með fötluðum börnum.
Spurning 3a: Meira en helmingur svarenda hafði reynslu af að starfa með eða
þekkti til fatlaðra barna. f fyrri könnun höfðu 52,0% reynslu af starfi með fötluðum
börnum, en í seinni könnun 58,6%. Aukningin felst aðallega í því að ófaglærðu
starfsfólki, sem hafði reynslu af starfi með fötluðum börnum, hafði fjölgað úr 36,0%
20 Ofstjórn fullorðinna á leikjum og verkefnum barnanna er ekki til þess fallin að skapa forsendur fyrir raun-
verulegri fullgildri þátttöku allra barna í leik og starfi á leikskólanum (Ferguson 1987 og 1995). Of mikið
svigrúm fyrir frjálsan leik eða mikið los á skipulagi er líka ólíklegt til að skila markvissu námi eða byggja brýr
milli fatlaðra og ófatlaðra barna (Odom og Brown 1993, Bricker 1995).
51