Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 101
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR
þrítugs og fertugs. Þá settu hlutfallslega flestir stjórnenda með innan við sex ára
starfsreynslu og 11-15 ára starfsreynslu námskrárvinnu í annað sæti yfir tímafrek
viðfangsefni. Á Vestfjörðum settu hlutfallslega flestir námskrárvinnu í annað sæti,
en á Reykjanesi eru þessir stjórnendur hlutfallslega fæstir.
Tafla 1 I hvað fer tími skólastjóra? Röðun mikilvægra verkefna eftir því hversu mikinn tíma þau taka að jafnaði og eftir því hve miklum tíma skólastjórar vildu verja í sömu viðfangsefni
Viðfangsefni - málaflokkar Röðun Raunveruleg Ákjósanleg
Stjórnun - umsýsla (rekstur, skrifstofuhald, fjármál, bréfaskriftir, skýrslugerð o.fl.) 1 5
Námskrárvinna (námskrárvinna og önnur störf er varða kennslu, kennsluhætti, kennsluskipulag, námsefni o.fl.) 2 1
Málefni nemenda (fundir, ráðgjöf, skipulagsvinna vegna félagsstarfa o.fl.) 3 3
Hegðun nemenda (mætingar, hegðunarvandkvæði, fundir o.fl.) 4 8
Starfsfólk (ráðningar, ráðgjöf, mat o.fl.) 5 6
Áætlanagerð (skipulagsvinna og áætlanagerð til langs tíma, t.d. hálft til eitt ár, svo sem starfsáætlun fyrir næsta skólaár, áætlanir um verklegar framkvæmdir, o.fl. viðlíka) 6 2
Skólahverfið (fundir með foreldrasamtökum, viðræður við foreldra, ráðgjafa, skólanefndir og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa o.fl.) 7 7
Endurnýjun í starfi (lestur fræðibóka, ráðstefnur, námskeið o.fl.) 8 4
Fræðsluskrifstofa - ráðuneyti (fundir, nefndarstörf, skýrslugerð o.fl.) 9 9
99