Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 96
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN?
koma til móts við væntingar kennaranema og hins vegar þarf að aðstoða þá við að
tengja almenna kennslufræði við kennslufræði greina. Slíkt fyrirkomulag dregur
hugsanlega úr því óöryggi sem kom fram í fyrri æfingakennslunni og styrkir tengsl
fræða og framkvæmda.
Fjórða vísbending rannsóknarinnar rennir stoðum undir þá þörf að setja
æfingakennslunni skýrari markmið. Þau markmið verða að vera öllum ljós, þeim
sem skipuleggja æfingakennsluna, æfingakennurum og kennaraefnum. Er til dæm-
is til þess ætlast að í skólunum séu sett upp tilraunaverkstæði fyrir kennaraefnin í
hálfan mánuð, þar sem þau geti prófað sig áfram með nýjar hugmyndir sem
æfingakennarinn hefur ef til vill aldrei reynt sjálfur? Eða er ætlast til þess að
kennaraneminn gangi inn í það fyrirkomulag sem ríkir og skipulagt hefur verið af
skólanum? Skapa þarf vettvang fyrir umræðu og samvinnu hlutaðeigandi um
markmið æfingakennslunnar og fyrirkomulag hennar.
Fimmta vísbending sem þessi rannsókn gefur er að það þurfi ekki að fara
saman að vera góður og traustur kennari og að vera góður æfingakennari. Bjóða
þarf áhugasömum kennurum að þjálfa sig sérstaklega til þess starfs þannig að
smám saman verði myndaður sérstakur faghópur æfingakennara sem sinnir
æfingakennslu. Kynna þarf æfingakennurum það námsefni sem kennaraefnin eru
að fást við hverju sinni og helstu kenningar sem nýjar kunna að vera af nálinni svo
þeir geti veitt kennaranemum hvatningu og þor til að takast á við nýjar hugmyndir.
Þá yrðu æfingakennarar þjálfaðir í að skoða eigin kennslu og í að leiðbeina kenn-
araefnum svo að kennarar hafi faglegan og persónulegan styrk til að gera hvort
tveggja í senn, gefa og þiggja.
Meta þarf árangur samvinnu þeirra sem standa að kennaranáminu og æfinga-
kennara. Með öðrum orðum, áríðandi er að kanna hvort slík samvinna skilar sér í
markvissari og meðvitaðri æfingakennslu og um leið betri kennaramenntun,
þannig að við getum tekið undir hið fornkveðna að æfingin skapi meistarann.
Heimildir
Birna Helgadóttir. 1996. Viðhorf nema og mat þeirra á náminu [Skýrsla.] (umsjón
Gerður G. Óskarsdóttir). Reykjavík, Háskóli íslands.
Calderhead, J. og M. Robson. 1991. Images of teaching. Student teachers' early
conceptions of classroom practice. Teaching and Teacher Education 7,l:l-8.
Cope, E. 1971. School Experience in Teacher Education, Bristol, University of Bristol.
Cruickshank, D. R. og W. D. Amarline. 1986. Field experiences in teacher education.
Considerations and recommendations. Journal ofTeacher Education 36,3:34-40.
Damm, S. 1979. Institutional training expectations of student teachers. Their rela-
tionship to performance and wastage. M. Hewittson (ritstj.). Research into Tea-
cher Education, ERDC Report no. 19. Canberra, Australian Goverment Publishing
Service.
94