Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 74
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG
Tafla 3
Einföld fylgni milli mismunandi atferlis (fylgni Pearsons).
1 2 3 4 5 6 7
1. Beiting ofbeldis — 0,69' 0,47’ 0,49' 0,31* 0,29* 0,29*
2. Fórnarlamb ofbeldis - 0,38' 0,36* 0,21* 0,22* 0,24*
3. Afskipti lögreglu - 0,54* 0,42* 0,37* 0,36*
4. Afbrot - 0,37* 0,39* 0,38*
5. Hassneysla - 0,36* 0,39*
6. Áfengisneysla - 0,74*
7. Reykingar -
* p<0,01
fylgni milli þess að verða fórnarlamb ofbeldis og annars óknyttaatferlis. Þessar
niðurstöður styðja þá tilgátu að ofbeldi meðal unglinga sé hluti af almennari lífsstíl
sem einkennist af óknyttaatferli. Þær sýna að þeir sem beita ofbeldi eru líklegri en
aðrir til að sýna annað óknyttaatferli á borð við afbrot og neyslu löglegra og ólög-
legra vímuefna. Þær sýna einnig að þeir eru mjög líklegir til að vera sjálfir fórnar-
lömb ofbeldis.
I Töflu 4 má sjá fjölbreytutengsl óháðra breyta við sérhvert form óknyttaatferlis.
Fjölfylgnistuðullinn R2 gefur til kynna heildarskýringu líkansins, þegar hann er
margfaldaður með 100 sýnir hann hve mörg prósent breyturnar skýra tölfræðilega
af dreifingu hvers atferlis. Hallastuðlarnir (b) gefa til kynna hve mikilli aukningu
má búast við á þeim kvarða sem fylgibreytan er mæld á þegar frumbreyta hækkar
um eina einingu. Allar frumbreytur eru skilgreindar þannig að þær taka gildi á
kvörðum sem ná frá 0 til 1. Hallastuðlarnir sýna því þá aukningu í fylgibreytunni
sem líkanið spáir að hafi í för með sér að færast frá lægri enda kvarða (0) yfir í efri
enda hans (1). Til útskýringar má sjá í töflunni að líkanið spáir því að stúlkur fái
1,15 stigum lægra en piltar (b=—1,15) á þeim 0 til 30 stiga kvarða sem mælir beitingu
ofbeldis. Stöðluðu hallastuðlarnir (beta) gefa hins vegar til kynna hvað hver breyta
skýrir mikið af dreifingu fylgibreytunnar þegar tekið er tillit til annarra frum-
breytna í líkaninu.
Niðurstöðurnar sýna hóflega en marktæka fylgni milli ofbeldis og samskipta
unglinga við foreldra, trúhneigð og viðhorf til reglna, en hærri fylgni milli ofbeldis
og óknyttaatferlis jafnaldra og ofbeldis meðal þeirra. Eins og búist var við koma
svipuð tengsl í ljós þegar önnur form atferlis eru athuguð. Hins vegar skýra þessir
þættir heldur minna í dreifingu ofbeldisatferlis (R2=0,21), afbrotaatferlis (R2=0,24),
hassneyslu (R2=0,18) og afskiptum lögreglu (R2=0,20) en þær skýra í áfengisneyslu
(R2=0,47) og reykingum (R2=0,40).
72