Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 147
GÍSLI ÞORSTEINSSON
andi starfi með börnum, hugtök, vinnuferli, hugrænar hindranir, þarfagreiningu og
lausnavinnu, tæknilæsi, hvernig hægt er að virkja eigindir í hugarstarfsemi barnsins
og tillögur að námsmati.
Frumkvæði - sköpun
Námsefnið felur í sér tileinkun nem-
andans á aðferðum uppfinningamanns-
ins við skoðun þarfa og vandamála í
• umhverfi sínu og aðferðir við að útfæra
hagnýtar lausnir.
Námsefninu er ætlað að stuðla að
því að efla frumkvæði og sköpunar-
gáfu barnsins sem afleiðingu af vinnu
þess með hugmyndir sínar sem það
gerir að sýnilegum afurðum.
Hér læra börnin m.a. hugtök úr
heimi hugvitsmannsins, læra að meta
umhverfi sitt með því að leita að þörf-
um og vandamálum, reyna að leysa
þau, bæði ein og í hópi og teikna lausn-
irnar upp á marga vegu, til dæmis í þrívídd. Síðan gera þau líkan og frumgerðir og
læra að meta afurðir sínar.
Nýsköpun - tækni
Námsefnið felur í sér að hagnýta tæknilega þekkingu og innsæi við útfærslu nyt-
samra lausna á þörfum og vandamálum í umhverfinu.
Vinna með hugmyndir kallar oft á tæknilegar lausnir. í ljós hefur komið að
nemendur sem vinna með hugmyndir í
nýsköpun þurfa skilning á heimi tækni
til að auka möguleika sína á að koma
hugmyndum frá sér. Hér læra börnin
um tæknina sem verkfæri sköpunar-
innar eða möguleika til að fá hug-
myndir til að virka. Námsefnið er sam-
ið með þessa þörf í huga.
Nemendur fara meðal annars í
tæknileit í nánasta umhverfi sínu og
skilgreina það sem þau finna, prófa
mismunandi efni, vinna með ýmsa
virkniþætti, skoða vélarhluti, taka í
sundur heimilistæki til að gera sér
grein fyrir grunnhugmyndinni á bak
við þau, læra hvernig rafmagn verður
til og hanna rafrás. Og svo búa þau til
145