Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 15
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR
málinu sé ein helsta forsenda þess að nemendur geti lært, því að það er lykill að
þekkingu og helsta tæki til að láta í ljós kunnáttu, skilning, tilfinningar og skoðanir
(sama rit, bls. 23).
Brýnt þykir að líta á móðurmálið sem heild en ekki staka námsþætti án sam-
hengis. Viðfangsefni eiga að vera margbreytileg og gefa tilefni til tjáningar þar sem
málið er ekki bútað í afmarkaðar einingar. Mikilvægast sé að örva frásagnargleði og
þjálfa nemendur í að segja frá reynslu sinni, lýsa atburðum og hlutum, leika hlut-
verkaleiki, fara með vísur, þulur og kvæði (sama rit, bls. 67-68).
Markviss byrjendakennsla í lestri er talin grundvallast á viðurkenningu á að
lestrarnám sé í beinum tengslum við málþroska nemenda við upphaf skólagöngu,
að tekið sé mið af áhuga, getu og þroska hvers einstaklings, að mismunandi aðferð-
ir komi til greina við lestrarkennslu og að unnt sé að lesa á mismunandi hátt. Þá er
talið að þættir eins og tal, hlustun, skynjun, reynsla, áhrif umhverfis, minni og ritun
hafi áhrif í lestrarnámi og eru taldar forsendur þess. Við upphaf skólagöngu á að
vekja áhuga á bókum og lestri. Börn sem geta lesið við skólabyrjun eiga rétt á því að
fá viðfangsefni við hæfi, einnig þau sem ekki eru talin tilbúin til þess að hefja lestr-
arnám. Einnig kemur fram að samspil ritunar og lestrar skiptir máli í lestrarnáminu
og leggja ber rækt við talmál sem undirstöðu ritleikni (sama rit, bls. 68-69).
í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að skólastarf í skólabyrjun glæði
fróðleiksfýsn nemenda, örvi ímyndunarafl þeirra, gefi þeim tækifæri til að tjá sig á
margvíslegan hátt og að þeir vinni sjálfstætt og skapandi. Einnig að eðlileg samfella
og samræmi sé í námi barnanna. Kennari þarf að kynnast hverju barni og öll börn
verða að finna að skólinn tekur við þeim á þeirra eigin forsendum (1989:24-26).
Ofangreind atriði lýsa með skýrum hætti hver opinber stefna á íslandi er um
viðhorf og áherslur sem eiga að vera í starfi leikskóla og grunnskóla. Viðhorfin eru
víðsýn og fara vel saman við heimildir um fræðilegar forsendur í örvun og þjálfun
móðurmáls, fyrir börn á því aldursbili sem er til umfjöllunar í þessari grein, og áður
hafa verið kynntar.
FRAMKVÆMD
Viðfangsefni rannsóknarinnar var í upphafi afmarkað við tiltekna þætti móðurmáls
sem byggðust á þremur rannsóknarspurningum. Rannsóknin beindist að kennur-
um og skólastjórum í leikskólum og grunnskólum og starfseminni sem þar fer
fram. Eigindlegri rannsóknaraðferð, samanburðar-atviksrannsókn („comparative
case studies") var beitt. Gögnum var safnað í opnum viðtölum og í vettvangsathug-
unum. Þau voru öll skráð mjög nákvæmlega, greind og flokkuð eftir sviðum sem
skilgreind voru á grundvelli rannsóknarspurninganna. Rannsóknarferlið var svo-
kallað „top-down" ferli og beitt var aðleiðsluaðferð til að draga fram niðurstöður
(Bogdan og Biklen 1992, Cohen og Manion 1994, Kvale 1989, Weiss 1994).
Tveir leikskólar og tveir grunnskólar voru valdir á höfuðborgarsvæðinu.2 Fylgst
2 í rannsókninni nefndir leikskóli 1 og leikskóli 2 og grunnskóli A og grunnskóli B. Viðmælendur eru kenndir
við skólana á sama hátt, t.d. „leikskólakennari 2" og „skólastjóri A".
13