Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 15

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 15
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR málinu sé ein helsta forsenda þess að nemendur geti lært, því að það er lykill að þekkingu og helsta tæki til að láta í ljós kunnáttu, skilning, tilfinningar og skoðanir (sama rit, bls. 23). Brýnt þykir að líta á móðurmálið sem heild en ekki staka námsþætti án sam- hengis. Viðfangsefni eiga að vera margbreytileg og gefa tilefni til tjáningar þar sem málið er ekki bútað í afmarkaðar einingar. Mikilvægast sé að örva frásagnargleði og þjálfa nemendur í að segja frá reynslu sinni, lýsa atburðum og hlutum, leika hlut- verkaleiki, fara með vísur, þulur og kvæði (sama rit, bls. 67-68). Markviss byrjendakennsla í lestri er talin grundvallast á viðurkenningu á að lestrarnám sé í beinum tengslum við málþroska nemenda við upphaf skólagöngu, að tekið sé mið af áhuga, getu og þroska hvers einstaklings, að mismunandi aðferð- ir komi til greina við lestrarkennslu og að unnt sé að lesa á mismunandi hátt. Þá er talið að þættir eins og tal, hlustun, skynjun, reynsla, áhrif umhverfis, minni og ritun hafi áhrif í lestrarnámi og eru taldar forsendur þess. Við upphaf skólagöngu á að vekja áhuga á bókum og lestri. Börn sem geta lesið við skólabyrjun eiga rétt á því að fá viðfangsefni við hæfi, einnig þau sem ekki eru talin tilbúin til þess að hefja lestr- arnám. Einnig kemur fram að samspil ritunar og lestrar skiptir máli í lestrarnáminu og leggja ber rækt við talmál sem undirstöðu ritleikni (sama rit, bls. 68-69). í Aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að skólastarf í skólabyrjun glæði fróðleiksfýsn nemenda, örvi ímyndunarafl þeirra, gefi þeim tækifæri til að tjá sig á margvíslegan hátt og að þeir vinni sjálfstætt og skapandi. Einnig að eðlileg samfella og samræmi sé í námi barnanna. Kennari þarf að kynnast hverju barni og öll börn verða að finna að skólinn tekur við þeim á þeirra eigin forsendum (1989:24-26). Ofangreind atriði lýsa með skýrum hætti hver opinber stefna á íslandi er um viðhorf og áherslur sem eiga að vera í starfi leikskóla og grunnskóla. Viðhorfin eru víðsýn og fara vel saman við heimildir um fræðilegar forsendur í örvun og þjálfun móðurmáls, fyrir börn á því aldursbili sem er til umfjöllunar í þessari grein, og áður hafa verið kynntar. FRAMKVÆMD Viðfangsefni rannsóknarinnar var í upphafi afmarkað við tiltekna þætti móðurmáls sem byggðust á þremur rannsóknarspurningum. Rannsóknin beindist að kennur- um og skólastjórum í leikskólum og grunnskólum og starfseminni sem þar fer fram. Eigindlegri rannsóknaraðferð, samanburðar-atviksrannsókn („comparative case studies") var beitt. Gögnum var safnað í opnum viðtölum og í vettvangsathug- unum. Þau voru öll skráð mjög nákvæmlega, greind og flokkuð eftir sviðum sem skilgreind voru á grundvelli rannsóknarspurninganna. Rannsóknarferlið var svo- kallað „top-down" ferli og beitt var aðleiðsluaðferð til að draga fram niðurstöður (Bogdan og Biklen 1992, Cohen og Manion 1994, Kvale 1989, Weiss 1994). Tveir leikskólar og tveir grunnskólar voru valdir á höfuðborgarsvæðinu.2 Fylgst 2 í rannsókninni nefndir leikskóli 1 og leikskóli 2 og grunnskóli A og grunnskóli B. Viðmælendur eru kenndir við skólana á sama hátt, t.d. „leikskólakennari 2" og „skólastjóri A". 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.