Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 51
DORA S. BJARNASON
Mynd 4
Meðaltalsmat á mikilvægi þess að setja saman í hóp börn
á sem líkustu „þroskaskeiði" í fyrri og seinni könnunum
3,0 T
2,9 -
2,8 -
Fyrri könnun Seinni könnun
unum og hjá öllum starfsmönnum, þ.m.t. þroskaþjálfunum. Þetta er það atriði á
listanum sem starfsfólk telur léttvægast við sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatl-
aðra barna. Rímar það vel við það sem vitað er um nám og þroska ungra barna
(Bricker og Cripe 1992, Sameroff og McDonough 1994, Begley 1996, Nelson 1995).
Svo virðist þó sem sumir starfsmenn, þvert á menntun og aldur, hafi fengið vax-
andi trú á því að setja saman getulíka hópa á þessu tíu ára tímabili (sjá Mynd 4).
Erfitt er að túlka hvað þessi áherslubreyting felur í sér. Sérdeildum hefur verið lok-
að og stuðningur við börn með flókin vandamál hefur færst til, ýmist á almenna
leikskóla eða til þeirra leikskóla sem á undanförnum árum hafa þróað starfsemi
sína í anda heildtækrar skólastefnu (sjá Jónínu Konráðsdóttur 1994 og 1997, Hjör-
dísi Gunnarsdóttur 1994, Kristínu M. Indriðadóttur og Sigrúnu E. Ólafsdóttur
1993). Því eru líkur á að heldur fleiri leikskólar hafi börn með flókin vandamál nú
en fyrir tíu árum.
Atriði 2g: Athugað er mikilvægi þess að hafa almenna yfirsýn yfir hvar börn
eru.
í báðum könnunum telja leikskólakennarar og ófaglærðir þetta atriði skipta
einna mestu máli fyrir það hvernig til tekst með sameiginlegt uppeldi fatlaðra og
ófatlaðra barna á leikskóla (við röðun setja þessir starfshópar atriðið langoftast í
fyrsta sæti). Leikskólakennarar leggja þó marktækt meiri áherslu á þetta atriði en
ófaglærðir, F(937,l)=9,06, p<0,01 (sjá Mynd 5). Þá röðuðu þroskaþjálfarnir þessu
atriði sem þriðja mikilvægasta atriðinu í síðari könnun. Atriðið „yfirsýn", virðist
vísa til meðvitundar starfsmanna um hvert barn, líðan þess, hvar það er og hvað
það hefur fyrir stafni á leikskólanum, og um ástandið á barnahópnum í heild sinni,
samhengi atburða og aðstæðna sem mynda samfélag barna og fullorðinna á leik-
skólanum. Leikskólakennarar sem aðrir kennarar meta starf sitt frá degi til dags
huglægt. Starfið gengur vel og veitir starfsfólki ánægju ef börnin eru glöð, athafna-
49