Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 10
„AF ÞVÍ LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ" ____________________________________________ FORSENDUR Barn á aldrinum fjögurra til átta ára er á afdrifaríku þroskaskeiði í lífi sínu sem ein- kennist öðru fremur af örum vexti og miklum almennum þroskabreytingum. Al- mennur þroski barns felur í sér málþroska, vitsmunaþroska, tilfinninga- og félags- þroska og líkamsþroska. Þegar fjallað er um þroska í sálfræðilegu og uppeldislegu samhengi er átt við árangur sem leiðir til kerfisbundinna atferlisbreytinga hjá ein- staklingnum. Tungumálið er samofið öðrum þroskaþáttum hjá barninu og mál og málnotkun þess örvar því bæði og endurspeglar almennan þroska þess (Bleken 1987, Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1993, Snow 1991b). Það hvernig móðurmál einstaklings þróast leggur grunn að samskiptum hans við umhverfi sitt. Þegar barn hefur náð fjögurra til sex ára aldri hefur það almennt náð góðri leikni í að tala. f gegnum leik og starf þroskast og lærir barnið enn frekar. A þessum aldri hefur það ríka þörf fyrir að tala við aðra, spyrja spurninga og deila með öðrum hugmyndum sínum og skilningi á hlutum og atburðum. Samband þess við fullorðið fólk er áhrifamesti þátturinn í örvun málþroska og staðfestist í öllum rannsóknum um það svið (Bruner 1987, Halliday 1975, Snow 1989, Vygotsky 1978, Wells 1986). Leikskóli og grunnskóli eru þau skólastig sem margir telja að hafi mest mótandi áhrif á börn. Flest börn í vestrænu þjóðfélagi dvelja um lengri eða skemmri tíma í leikskóla og verða því fyrir áhrifum þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Að byrja í grunnskóla vekur eftirvæntingu hjá flestum börnum. í kjölfar skólagöngunnar breytast yfirleitt væntingar og kröfur fullorðinna til barna um getu þeirra og kunn- áttu á mörgum sviðum. Að læra að lesa og skrifa er færni sem tengist því að byrja í skóla og rík áhersla er lögð á í námi byrjenda. Lestrarnám er viðfangsefni sem hvert barn þarf að leysa fyrir sig en jafnframt er lestur „félagslegt fyrirbæri sem sprettur upp úr samskiptum fólks og verður partur af menningu notendanna" (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1987:53). Mál og málþróun Veigamiklar breytingar í vitsmuna- og málþroska barna á þeim aldri sem hér er í brennidepli hafa vakið áhuga fjölda fræðimanna á sviði málvísinda og þróunarsál- fræði og hafa þeir með rannsóknum sínum varpað Ijósi á mikilvæg einkenni þessa þroskaskeiðs (Bruner og Garton 1978, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og H. G. Simon- sen 1995, Indriði Gíslason o.fl. 1986, Piaget 1972,1973, Slobin 1979,1980, Snow 1989, 1990, 1991a, Vygotsky 1962). Undanfarna áratugi hefur skilningur á málþróun barna breyst frá því að litið var á hana á mjög þröngan hátt er spannaði eingöngu tileinkun málkerfis og orðaforða. Nú á tímum er viðurkennt að málþróun felur einnig í sér vitræna, tilfinningalega og félagslega þætti og einkennist fræðileg um- fjöllun af þróunarsálfræðilegum og málfræðilegum sjónarmiðum („developmental psycholinguistics"). Litið er á barnið frá upphafi sem virkan mótaðila í námi og þroska sem bregst við og vinnur úr áreiti og örvun í umhverfi sínu (Bruner 1987, Macnamara 1972, Slobin 1980, Snow 1989,1994, Vygotsky 1978, Wells 1986). Kenningar þekkingarfræðingsins Piaget og sálfræðingsins Vygotsky urðu öðru fremur til þess að auka skilning á þróun vitsmuna og máls hjá börnum. Þó að margt 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.