Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 10
„AF ÞVÍ LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ" ____________________________________________
FORSENDUR
Barn á aldrinum fjögurra til átta ára er á afdrifaríku þroskaskeiði í lífi sínu sem ein-
kennist öðru fremur af örum vexti og miklum almennum þroskabreytingum. Al-
mennur þroski barns felur í sér málþroska, vitsmunaþroska, tilfinninga- og félags-
þroska og líkamsþroska. Þegar fjallað er um þroska í sálfræðilegu og uppeldislegu
samhengi er átt við árangur sem leiðir til kerfisbundinna atferlisbreytinga hjá ein-
staklingnum. Tungumálið er samofið öðrum þroskaþáttum hjá barninu og mál og
málnotkun þess örvar því bæði og endurspeglar almennan þroska þess (Bleken
1987, Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1993, Snow 1991b).
Það hvernig móðurmál einstaklings þróast leggur grunn að samskiptum hans
við umhverfi sitt. Þegar barn hefur náð fjögurra til sex ára aldri hefur það almennt
náð góðri leikni í að tala. f gegnum leik og starf þroskast og lærir barnið enn frekar.
A þessum aldri hefur það ríka þörf fyrir að tala við aðra, spyrja spurninga og deila
með öðrum hugmyndum sínum og skilningi á hlutum og atburðum. Samband þess
við fullorðið fólk er áhrifamesti þátturinn í örvun málþroska og staðfestist í öllum
rannsóknum um það svið (Bruner 1987, Halliday 1975, Snow 1989, Vygotsky 1978,
Wells 1986).
Leikskóli og grunnskóli eru þau skólastig sem margir telja að hafi mest mótandi
áhrif á börn. Flest börn í vestrænu þjóðfélagi dvelja um lengri eða skemmri tíma í
leikskóla og verða því fyrir áhrifum þess uppeldisstarfs sem þar fer fram. Að byrja í
grunnskóla vekur eftirvæntingu hjá flestum börnum. í kjölfar skólagöngunnar
breytast yfirleitt væntingar og kröfur fullorðinna til barna um getu þeirra og kunn-
áttu á mörgum sviðum. Að læra að lesa og skrifa er færni sem tengist því að byrja í
skóla og rík áhersla er lögð á í námi byrjenda. Lestrarnám er viðfangsefni sem hvert
barn þarf að leysa fyrir sig en jafnframt er lestur „félagslegt fyrirbæri sem sprettur
upp úr samskiptum fólks og verður partur af menningu notendanna" (Hrafnhildur
Ragnarsdóttir 1987:53).
Mál og málþróun
Veigamiklar breytingar í vitsmuna- og málþroska barna á þeim aldri sem hér er í
brennidepli hafa vakið áhuga fjölda fræðimanna á sviði málvísinda og þróunarsál-
fræði og hafa þeir með rannsóknum sínum varpað Ijósi á mikilvæg einkenni þessa
þroskaskeiðs (Bruner og Garton 1978, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og H. G. Simon-
sen 1995, Indriði Gíslason o.fl. 1986, Piaget 1972,1973, Slobin 1979,1980, Snow 1989,
1990, 1991a, Vygotsky 1962). Undanfarna áratugi hefur skilningur á málþróun
barna breyst frá því að litið var á hana á mjög þröngan hátt er spannaði eingöngu
tileinkun málkerfis og orðaforða. Nú á tímum er viðurkennt að málþróun felur
einnig í sér vitræna, tilfinningalega og félagslega þætti og einkennist fræðileg um-
fjöllun af þróunarsálfræðilegum og málfræðilegum sjónarmiðum („developmental
psycholinguistics"). Litið er á barnið frá upphafi sem virkan mótaðila í námi og
þroska sem bregst við og vinnur úr áreiti og örvun í umhverfi sínu (Bruner 1987,
Macnamara 1972, Slobin 1980, Snow 1989,1994, Vygotsky 1978, Wells 1986).
Kenningar þekkingarfræðingsins Piaget og sálfræðingsins Vygotsky urðu öðru
fremur til þess að auka skilning á þróun vitsmuna og máls hjá börnum. Þó að margt
8