Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 73
JÓN GUNNAR BERNBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRUNDSSON
Félagsnám. Spurningar um andlegan stuðning vina og efnislegan stuðning vina
eru notaðar sem vísbendingar um þátttöku í menningu jafnaldranna. Þær eru
mældar á kvarða sem tekur gildi á bilinu 0 (fær „nær aldrei" slíkan stuðning) til 1
(fær „nær alltaf" slíkan stuðning). Óknyttahegðun jafnaldra, mæld með vímuefna-
neyslu og tóbaksneyslu vina, tekur einnig gildi á bilinu 0 (engir vina gera neitt af
þeim athæfum sem talin eru upp) til 1 (allir vinir stunda þessi athæfi). Spurningar
um hvort vinir hafi orðið fórnarlömb ofbeldis eru notaðar sem vísbendingar um of-
beldislífsstíl í jafnaldrahópnum. Hér eru gildin á bilinu 0 („aldrei") til 1 („40 sinnum
eða oftar").
Ofbeldis- og óknyttaatferli. Beiting ofbeldis er mæld á bilinu 0 (aldrei beitt neinu
af þeim athæfum sem talin eru upp) til 30 (beitt öllum athæfum 40 sinnum eða
oftar). Það að hafa orðið fórnarlamb ofbeldis er mælt á bilinu 0 (aldrei verið beitt-
(ur) neinu af þeim athæfum sem talin eru upp) til 30 (beitt(ur) öllum þeim athæfum
sem talin eru upp 40 sinnum eða oftar). Reykingar eru mældar á bilinu 0 (aldrei
reykt) til 6 (reykt 40 sinnum eða oftar). Áfengisneysla er mæld á bilinu 0 (aldrei
orðið drukkin(n)) til 6 (orðið drukkin(n) 40 sinnum eða oftar). Hassneysla er mæld
á bilinu 0 (aldrei notað hass) til 6 (notað hass 40 sinnum eða oftar). Afbrotaatferli er
mælt á bilinu 0 (ekki gert neitt af því sem talið er upp) til 6 (gert allt sem talið er
upp 18 sinnum eða oftar) og það hvort lögreglan hafi haft afskipti af nemanda á
bilinu 0 (ekki haft afskipti) til 6 (haft afskipti vegna allra upptalinna brota 18 sinn-
um eða oftar).
Mælingar á neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna voru búnar til fyrir saman-
burðarrannsókn Evrópulanda á vímuefnaneyslu skólanema (Hibell o.fl. 1997).
Spurningar um ofbeldi, afbrot og afskipti lögreglu voru búnar til fyrir rannsóknar-
verkefni á ofbeldi og afbrotum meðal íslenskra unglinga sem höfundar standa að
(Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg 1996).
Úrvinnsla gagna
Auk einfaldra fylgnireikninga (Pearsons fylgni) var notast við Unulega fjölbreytu-
aðhvarfsgreiningu (linear multiple regression analysis) til að athuga tengsl mis-
munandi þátta við ofbeldis- og óknyttaatferli. Keyrðar voru sjö aðhvarfsgreiningar
með sömu frumbreytur í hvert sinn en mismunandi form atferlis sem fylgibreytu. Á
kenningarlegum grundvelli voru allar frumbreytur settar inn í líkanið í einu til að
meta skýringargildi hverrar frumbreytu með tilliti til hinna.
NIÐURSTÖÐUR
Fylgnistuðlarnir í Töflu 3 sýna einföld tengsl milli mismunandi atferlis. Stuðlarnir
sýna sterk tengsl milli ofbeldis og annars óknyttaatferlis. Þannig er fylgni Pearsons
milli þess að beita ofbeldi og fremja afbrot 0,49 og milli þess að beita ofbeldi og
verða fyrir afskiptum lögreglu 0,47. Fylgnin milli þess að hafa beitt ofbeldi og neytt
vímuefna er heldur veikari: 0,31, milli þess að beita ofbeldi og neyta hass, 0,29 milli
ofbeldis og áfengisneyslu og 0,29 milli ofbeldis og reykinga. Þá er fylgnin milli þess
að beita ofbeldi og verða fórnarlamb þess mjög há, 0,69. Einnig má sjá töluvert háa
71