Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 93

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 93
HAFDÍS INGVARSDÓTTIR Fræðimenn greinir á um hvers konar æfingakennslu nemar hafi mest gagn af. Zeichner, Tabachnick og Densmore (1987) segja frá þremur kennaranemum. Þeir voru hjá æfingakennara sem lagði á þá of miklar hömlur. Þessi kennaraefni brugð- ust mjög illa við og voru þau einu sem ekki breyttu eða þróuðu sýn sína á kennara- starfið í náminu. Hollingsworth (1989) heldur því aftur á móti fram að það eigi ekki að setja kennaranema til kennara sem eru sammála þeim í einu og öllu og að það eigi ekki endilega að velja æfingakennara sem séu fylgjandi þeirri hugmyndafræði sem er ríkjandi í kennaranáminu. Það þurfi ákveðið ójafnvægi og togstreitu í huga nemans til að geta tekist á við nýjar hugmyndir og gert þær að sínum. Sú rannsókn sem hér er greint frá bendir til þess að þessar hömlur megi ekki vera of miklar og að togstreita geti skapast þótt æfingakennarinn beiti aðferðum sem eru í samræmi við þær kenningar sem áhersla er lögð á í kennaranáminu. Þetta má sjá af vanmætti Elínar til að kenna eins og hún kýs helst og skapar togstreitu hjá henni. Segja má að reynsla Öldu styðji tilgátu Hollingsworths að nokkru leyti. Alda taldi að hún hefði verið neydd til að kenna á ákveðinn hátt sem gekk þvert á skoðanir hennar, en það hjálpaði henni þó að finna sinn persónulega kennslustíl og sannfærði hana um að það var ekki svona sem hún vildi kenna. í þessu sambandi verðum við þó að hafa í huga að hún fékk að kenna þessum sömu nemendum að hluta til eftir eigin höfði. Þannig fékk hún tækifæri hjá æfingakennaranum til að út- færa hugmyndir sínar um góða kennslu og leita að kennaranum sem hún vildi vera. Hún fékk tækifæri til að bera saman tvenns konar kennsluhætti, þá hefð- bundnu sem hún þekkti sem nemandi en hafði hafnað, og hugmyndir sem hún hafði sjálf þegar í upphafi námsins og hafði lært að útfæra þar. Ég tel að þetta tæki- færi til samanburðar hafi skipt sköpum og leitt til aukins skilnings Öldu á kennara- starfinu. Viðhorf hennar til kennarastarfsins hafði ekki breyst í grundvallaratriðum en hún gat nú orðað hugsanir sínar af hverju hún vildi kenna á einn hátt en ekki annan, hafði tileinkað sér fagleg hugtök sem hún gat nú beitt til að setja fram skoðanir sínar. En Freeman (1991) heldur því einmitt fram að ein leið kennara- nemans til skilnings á starfinu sé fólgin í að ná valdi á faglegri orðræðu um nám og kennslu. Elín var aftur á móti hjá kennara sem kenndi í samræmi við þær kenningar sem kynntar voru í kennaranáminu. Hún fékk mikið frelsi, jafnvel meira en hún réði við. Hún mátti til dæmis alltaf ráða hvernig hún fór í námsefnið og útbúa eigin verkefni. Þetta frelsi gerði Elínu raunsærri á kennslu, ekki síst gagnvart nýjum kennsluaðferðum sem hún hafði móttekið nær gagnrýnislaust framan af í náminu. Þessi reynsla hjálpaði henni til að skilja betur í hverju framkvæmd þessara hug- mynda var fólgin og þar af leiðandi að margt var vandmeðfarið og ef til vill ekki á færi svo óreynds kennara. Hún áttaði sig smám saman á að hún gat ekki haldið í þá einföldu mynd af kennslu sem hún hélt fast í lengi framan af og að hún yrði að finna eigin kennslustíl. Að læra að kenna var ekki að herma eftir. í ljósi hinna nýju hugmynda hennar um kennslu var togstreitan í hennar tilviki á milli þess sem hún vildi gera en fann sig vanbúna til. Hún fann að hún átti margt eftir ólært og sagðist hafa þurft meiri stuðning og miklu lengri tíma til að ná tökum á þessum kennslu- aðferðum. Ef Elín hefði lent hjá kennara sem kenndi á hefðbundinn hátt og hefði 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.