Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 30
„AF Þ VI LÆRA
BORNIN
MÁ
Ð'
sjá að það að skrifa var eðlilegri og áþreifanlegri leið fyrir börnin til að nálgast rit-
málið en að lesa. Þetta styður rannsóknir um hvernig læsi þróast og hvernig barnið
ber sig að þegar það þreifar sig áfram í áttina að læra lestur og skrift (Hagtvet 1994).
Hér er án efa vettvangur fyrir skólafólk að skoða gaumgæfilega á hvern hátt
starfið í leikskólum getur markvissar en nú er örvað þennan þátt. Margt í starfsemi
skólans getur verið æskilegur grunnur til að byggja á og efla ritmál, þótt ekki sé
ástæða til að kenna einstök atriði þess á hefðbundinn hátt líkt og í grunnskóla. Þarft
er að taka undir það sem kemur fram í Uppeldisáætlun fyrir leikskóla, að í leikskóla-
starfi eigi að halda við áhuga barna á ritmáli og örva hann (1993:56). I niðurstöðum
rannsóknarinnar kemur fram að viðhorfsbreyting hefur orðið hjá starfsfólki leik-
skóla hin síðari ár er varðar þennan þátt og að það er meðvitaðara um hann nú en
áður.
í starfsemi leikskólanna var barninu almennt sýndur áhugi og alúð. Niður-
stöður sýndu að barnið var í nánum og persónulegum tengslum við starfsfólk, en
samband barns við fullorðið fólk er áhrifamesti þátturinn í örvun málþroska og
staðfestist í öllum rannsóknum um það svið. Kostir þess að hvert barn hafði greiðan
aðgang að fullorðnum kom ótvírætt fram í starfinu. Auðvelt var að tryggja að barn
fengi þá athygli sem það þurfti en niðurstöður sýndu að börnin hafa ríka athyglis-
þörf. Það var góður kostur í leikskólastarfinu að geta haft börnin ýmist í stórum
hópum eða litlum. Börnin vöndust þannig á að umgangast aðra við mismunandi
aðstæður, auk þess sem það hafði áhrif á hvernig málið var notað bæði hjá hinum
fullorðnu og börnunum.
Uppeldishlutverk starfsfólks í leikskóla var skýrt í hugum þess og varðaði
barnið sjálft og almenna velferð þess. Það sýndi að það var meðvitað um hlutverk
sitt í víðu samhengi. Starfsfólkið velktist yfirleitt ekki í vafa um það á hvaða fræði-
legum forsendum starfið í leikskólunum byggði, þó að ekki tækist alltaf að tengja
þær við hið daglega starf. Starfsemin bar með sér á einn eða annan hátt almenna
umhyggjusemi fyrir barninu og sýndi fullan skilning á því sem sagt er í Uppeldis-
áætlun fyrir leikskóla, að bernskan er þroskaskeið með sérstaka eiginleika sem taka á
tillit til og virða (1993:11). Skilningurinn á ábyrgð gagnvart móðurmálinu var nokk-
uð óljós, þó að nefnd væru nokkur atriði í því sambandi.
Grunnskóli
í niðurstöðum sést að aðstaðan í starfsemi grunnskólans afmarkaðist að mestu við
skólastofuna. Hún var helsti vettvangur kennslunnar og þar var bekkurinn oftast
allur saman. Þessar aðstæður gerðu það að verkum að barn hafði takmörkuð
tækifæri til að tala persónulega við kennara sinn, jafnvel þótt hann reyndi eftir
föngum að gefa færi á því. Samræður í hópi voru því algengastar í kennslunni.
Hlutverk kennarans var að sjá til þess að öll börn fengju tækifæri til að tjá sig þegar
það átti við. Eins og áður hefur verið nefnt felur farsæl málþróun hjá barni það
meðal annars í sér að það sé í nánum tengslum við fullorðinn, fái athygli og geti
talað við áhugasaman áheyranda um það sem því liggur á hjarta (Clay 1991b, Teale
og Sulzby 1989). Aðstæður í skólanum til að koma til móts við sérhvert barn lágu
ekki í augum uppi. I skólastarfinu var ekki auðvelt að framkvæma það sem lagt er
28