Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 87
HAFDÍS INGVARSDÓTTIR
kenna eftir fyrirmælum æfingakennara og samkvæmt þeim aðferðum sem hún
hafði í upphafi náms lýst sig andvíga. Hins vegar fékk hún einnig tækifæri til að
kenna eftir eigin höfði og útfæra hugmyndir sem voru henni að skapi og hún hafði
lært í námi sínu í kennslufræði. í síðasta viðtalinu sagði Alda að kennsluréttinda-
námið sem slíkt hefði gert sig áhugasamari um kennarastarfið og þar hefði æfinga-
kennslan á vormisseri skipt sköpum.
Ég hef einhvern veginn fengið meiri áhuga á þessu starfi ... Æfingakennslan [í
' vor] var virkilega skemmtileg, þótt þetta hafi allt saman verið i kross í raun og
veru, þá virkaði þetta mjög hvetjandi, eins og vítamínsprauta. Það var lika stærsti
þátturinn i þessu að fá að prófa að gera þessa hluti sem ég hafði verið að læra.
(A/6)
Elín
Forsaga
Elín hafði aldrei kennt og aldrei hugsað sér að verða kennari en nú hafði hún lokið
B.A.-námi og hélt, þegar hér var komið sögu, að kennsla gæti verið áhugavert starf.
Það gæti verið gaman að vinna með fólki og starfið hentaði líka vel ungri konu með
börn, „ekki langur vinnudagur í skóla" eins og hún orðaði það. Um starfið sagði
hún:
Ég hef engar fyrirfram ákveðnar skoðanir ... Égfer hara iþetta með opnum huga.
Ég er ekki með neinar fyrirfram skoðanir á einu eða neinu. (E/l)
Þegar nánar var að gáð hafði Elín þó mjög skýra mynd af kennara í huga sér sem
hafði sennilega mótast af skólagöngu hennar. Kennarinn stendur uppi við töflu og
kennir, hann á að vera pottþéttur og með allt sitt á hreinu. Hlutverk kennarans er
að kenna námsefnið. Elín virtist ekki þekkja annað kennsluform en miðstýrða
bekkjarkennslu. Kennarar beita þessari tækni þó misvel.
Kennarinn [sem hún minntist] sem sat og hreyfði sig ekki og las upp úr bókinni,
hann kom ekki eins miklu til skila eins og kennarinn sem notaði töflu krít og glærur
og allt þetta. (E/l)
Elín átti ekki mjög ljúfar minningar úr eigin málanámi, þetta var allt fremur þurrt
og leiðinlegt en henni gekk ágætlega og hún fékk góðar einkunnir. Hún vildi samt
ekki sækja fyrirmyndir til fyrri kennara sinna og lagði í upphafi mikla áherslu á að
hún kynni ekki að kenna. Hún vildi ekki kenna eins og henni var kennt og hún
væri komin í kennaranám til að læra hvernig ætti að kenna tungumál þannig að
kennslan væri skemmtileg og gagnleg. Elín gerði ráð fyrir að í náminu yrði henni
sagt hvernig hún ætti að kenna.
Reytislan af vettvangi
Elín varð fyrir nokkrum vonbrigðum með skólaheimsóknirnar. Farið var í tvo
skóla. Hún fékk ekki að sjá neina kennslu í öðrum skólanum því að allur tíminn fór
í að sýna þeim skólann og segja frá honum. Þar með fannst Elínu að hún bæri
skarðan hlut frá borði. Hún vildi sjá kennslu þar sem hún gæti fylgst með góðum
kennara að störfum. í seinni skólanum fannst henni kennslan ekki fullnægja vænt-
ingum sínum. Henni fannst kennslan of einhæf. Einn nemandi var að lesa sögu og
85