Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 69

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 69
J Ó N GUNNAR BERNBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON FÉLAGSNÁM OG FÉLAGSLEGT TAUMHALD Algengt er að félagsfræðilegar rannsóknir á óknytta- og afbrotaatferli meðal ungl- inga byggi á kenningum um félagsnám (social learning) og félagslegt taumhald (social control). Kenningar um félagsnám leggja áherslu á að slíkt atferli verði einkum til og mótist í samskiptum afmarkaðra hópa, eða menningarkima (subcultures), sem hafa tileinkað sér lífsstíl og gildi sem ekki falla að ríkjandi sjónarmiðum samfélags- ins (Akers 1977, Jessor og Jessor 1977, Sutherland og Cressey 1984). Fræðimenn léggja áherslu á að unglingar séu oft boðberar lífshátta sem einkennast af óknyttum eða óhefðbundnu atferli. Þeir telja að meðal jafnaldranna finnist oft fyrirmyndir óknyttaatferlis og að jafnaldrahópurinn sýni slíkri hegðun oft umburðarlyndi (Warr 1993b, Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason væntanlegt). Þess vegna eru unglingar líklegri til að tileinka sér slíka hegðun því meira sem þeir lifa og hrærast meðal jafnaldranna (Hagan 1991, Krohn o.fl. 1985, Liska og Reed 1985, Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1991, Warr 1993a, 1993b). Kenningin um ofbeldisfulla menningarkima (subculture of violence) er dæmi um kenningu um félagsnám en samkvæmt henni lærir einstaklingurinn, í samskiptum sínum við aðra, ákveðin gildi sem hvetja til ofbeldis. Tilvist slíkra gilda á að geta skýrt mismunandi tíðni ofbeldisverka milli hópa og samfélaga (Wolfgang og Ferra- cuti 1967). Nýleg gögn benda þó til þess að slík gildi séu í raun hluti af almennari lífsstíl. Þetta má ráða af rannsókn Felsons o.fl. (1994) á bandarískum skólanemum. Hún leiddi í ljós að ofbeldisfull gildi spá jafnvel fyrir um þjófnaði, skemmdarverk og vandræðahegðun í skóla eins og ofbeldisatferli. Það bendir því ýmislegt til þess að kenningin um ofbeldisfulla menningarkima sé of takmörkuð til að skýra ofbeldi meðal unglinga þar sem hún tekur ekki tillit til þess að ofbeldi virðist vera hluti af almennari lífsstíl og gildakerfi meðal unglinga. Auk þess að líta svo á að ungmenni beiti ofbeldi vegna ákveðinna ofbeldisgilda í fé- lagahópnum gæti verið gagnlegt að athuga hvort annað óknyttaatferli meðal jafn- aldra, til að mynda vímuefnaneysla og afbrot, hvetji þá einnig til að beita ofbeldi. Ef þetta reyndist rétt gæfi það tilefni til að álykta að hin svokölluðu „ofbeldisgildi" séu hluti af víðtækara kerfi sem í raun liggi til grundvallar almennum óknyttalífsstíl. Kenningar um félagslegt taumhald leggja áherslu á að eftir því sem unglingar eru í minni tengslum við hefðbundnar stofnanir samfélagsins, svo sem fjölskyldu og skóla, því líklegri eru þeir til að víkja frá lögum og reglum þess (Hirschi 1969, Liska og Reed 1985, Krohn o.fl. 1984, Krohn og Massey 1980, Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1991). Samkvæmt þessu varðveita hefðbundnar stofnanir samfélagsins, svo sem fjölskyldan og skólinn, hefðbundna lifnaðarhætti og gildi. Eftir því sem unglingar hafa minni tengsl við þessar stofnanir minnkar áhrifamátt- ur þeirra. Með öðrum orðum, eftir því sem tengsl unglinga við stofnanir samfélags- ins slakna, því minni áhrif hafa þær í þá átt að draga úr ofbeldi, vímuefnaneyslu og öðrum slíkum vandamálum. Hér má enn vísa í rannsókn Salts o.fl. (1995) sem sýnir að bandarískir skóla- nemar sem beita ofbeldi eru líklegri til að hafa veik fjölskyldutengsl, sýna slakan námsárangur og verja meira af tíma sínum að heiman. í annarri rannsókn kom í ljós að neikvæð viðhorf gagnvart námi spáðu jafnvel fyrir um ofbeldi og atferli á borð 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.