Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 44
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA?
gátan var sú að fagfólk, sem hefði tilhneigingu til að hafa atriði úr fyrsta flokki í
fyrirrúmi, væri líklegt til að flokka atriði úr öðrum flokki léttvæg. Vonir stóðu til
þess að þannig yrði unnt að greina á milli ólíkra faglegra áherslna. Loks, í þriðja
flokk, var þeim atriðum skipað, sem ekki tengjast því hvernig tekst að vinna mark-
visst að sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra.14 Svara átti hverju þessara ell-
efu atriða á sex punkta kvarða.
í spurningu þrjú voru þátttakendur annars vegar spurðir hvort þeir hefðu
reynslu af starfi með fötluðum börnum og hins vegar hvort þeir hefðu lært eitthvað
í námi sínu sem tengdist uppeldi eða þjálfun fatlaðra. í báðum tilvikum voru svar-
kostir tveir, já og nei.
í spurningu fjögur var spurt hversu vel þátttakendur teldu sig undir það búna
að vinna með fötluðum börnum, og voru svarkostir fimm, frá mjög vel til mjög illa.
í spurningu fimm voru þátttakendur spurðir hvar þeir teldu þörfum fatlaðra
leikskólabarna best mætt í þjónustukerfinu: Á sérstökum stofnunum fyrir fatlaða; á
sérdeildum tengdum almennum leikskólum; á almennum leikskólum; eða annað
fyrirkomulag.
Spurning sex var sú hvort þátttakendur væru ánægðir með hvernig leikskólinn,
sem þeir störfuðu á, væri undir það búinn að sinna sameiginlegu uppeldi fatlaðra
og ófatlaðra barna. Þar voru svarkostir já og nei.
Framkvæmd könnunarinnar var sú að listunum var komið til leikskólastjóra að
fengnu leyfi þeirra. Allir leikskólastjórar nema einn veittu fúslega leyfi fyrir könn-
uninni 1986. Enginn leikskólastjóri baðst undan þessu í síðara skiptið. Leikskóla-
stjórarnir sáu um að koma listunum ásamt umslögum í hendur starfsfólks og safna
þeim útfylltum í þar til gerða lokaða kassa. Listarnir voru sóttir fáeinum dögum
síðar. Með þessum hætti tókst að safna saman flestum listunum, en nokkrir þeirra
bárust í pósti.
Úrvinnsla og greining
Svör við spurningum eitt og tvö voru flokkuð í þrennt samkvæmt Likert-kvarða
þar sem þrír táknaði „skiptir miklu máli", einn táknaði „skiptir litlu máli" og miðj-
an, tveir, var skilgreind sem hlutleysi. Fjölbreytudreifigreining (ANOVA) var notuð
til að bera saman svör milli kannana, eftir aldri og milli leikskólakennara og
ófaglærðra. í spurningu tvö var einnig notuð Spearman-rho fylgni til að athuga
hvort tengsl væru milli meðaltala svara við atriðum á listunum hjá leikskóla-
kennurum og ófaglærðum.
í spurningu þrjú var hlutfall þeirra sem svöruðu játandi og neitandi borið sam-
an milli kannana eftir menntunarhópum. í spurningu fjögur voru svör flokkuð í
þrennt, þannig að þeir sem svöruðu „mjög vel" eða „fremur vel" töldust hafa svar-
14 Flokkur þrjú. Þetta eru óskir um meiri faglegan stuðning við störf á leikskólum (h, og j), atriði sem virtist
einkenna umfjöllun og íhugun leikskólakennara um uppeldisstarfið, börnin og eigið framlag (g, „það að hafa
yfirsýn ...") og loks atriði af líkum meiði sem varðar stjórn eða ofstjórn fullorðinna á barnahópnum. Þetta
síðasta atriði gat líka verið rök fyrir eða útskýring á „smá hléum" starfsfólks (f, „að tryggja ... börnum vinnu-
frið..."). Öll þessi atriði varða mikilvæga þætti í starfi á leikskólum og vöktu athygli í dagheimilisrannsókninni
1985, en voru sett hér inn sem hlutlaus flokkur.
42