Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 14
„ A F ÞVÍ L Æ R A BÖRNIN MÁLIÐ"
ar nýtir það um leið alla þekkingu sína á eðli og hlutverki móðurmálsins, s.s. formi,
hljóðum og merkingu. í rituninni þarf barnið að hugsa, vega og meta og einnig
skapa. Það notar orðaforða sinn þegar það skrifar, mátar ný orð og gömul, bætir við
og lagar þangað til því finnst orð sín passa við það sem því liggur á hjarta og langar
að segja við aðra (Klein o.fl. 1991:119).
Opinber stefna um móðurmál í leikskóla og grunnskóla
Uppeldisstörf í leikskólum eiga sér hugmyndafræðilegan bakgrunn sem aftur á sér
djúpar rætur í hugmyndasögu vestrænnar menningar. Opinber viðhorf til starfsemi
í íslenskum leikskólum birtast í Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá árinu 1993 (sbr.
einnig Lðg um leikskóla 1991). Starfið byggist á viðhorfi þar sem barnið er í brenni-
depli og gengið er út frá þroska þess og þörfum. Lögð er áhersla á að barn breytist
ekki skyndilega við skólaskyldu úr „leikskólabarni" í „grunnskólabarn". Bent er á
að barnið sé heildstæð vera sem gengur í gegnum örar þroskabreytingar á þessu
aldursskeiði og að það samræmist ekki þróunar- og vaxtaferli þess ef skörp skil eru
á milli leikskóla og grunnskóla. Á þessum skólastigum þarf að skapa samfellu í
uppeldisstarfi (1993:26-28).
Uppeldisstarf í leikskóla byggist á leik og sköpun og málþroski barna og mál-
örvun á að vera eins og rauður þráður gegnum uppeldisstarfið (sama rit, bls. 29). I
því sambandi er bent á að mörg tækifæri gefist í leikskóla til að örva mál barna svo
sem í daglegri umgengni og umönnun. Einnig eru hlutverkaleikir mikilvægir þar
sem börn nota málið og þjálfast í að tala óþvingað.
í Uppeldisáætlun fyrir leikskóla er bent á að eftir því sem börn þroskast og orða-
forði þeirra eykst sé nauðsynlegt að þau tali við aðra og séu hvött til þess að segja
sjálf frá, fara með vísur, þulur og kvæði ásamt látbragðsleikjum, leikrænni tjáningu
og spuna barnanna. Að auki er vakin athygli á mikilvægu hlutverki vel valinna
barnabóka í málörvun barna og fræðslu (1993).
Áhugi sumra barna í leikskóla á því að læra að lesa og skrifa er alkunnur meðal
leikskólakennara og ber að halda honum við og örva þó ekki sé um hefðbundna
kennslu að ræða (sama rit, bls. 54-56). Sú skoðun kemur fram að menntun leik-
skólakennara og grunnskólakennara þurfi að skarast meira en nú er báðum aðilum
til hagsbóta í uppeldis- og kennslustarfi sínu.
Aðalnámskrá grunnskóla (1989:6, 22) túlkar ákvæði laga um grunnskóla og kveð-
ur nánar á um það sem skal vera samræmt fyrir alla íslenska skóla.1 Þar kemur fram
að nám á að mynda samfellda heild frá upphafi skólagöngu til loka grunnskólans
og byggjast á sjónarmiðum um menntun og alhliða þroska hvers barns. Eins og í
leikskólum er samfella í uppeldi barna ein af megináherslum í grunnskólanum
fyrstu skólaárin. Leikurinn er eðlilegt tjáningarform barnsins við upphaf skóla-
göngu og vitsmunaþroska skal örva með honum eins og kostur er.
Á fyrstu árum skólagöngu segir í Aðalnámskrá að lagður sé hornsteinn í námi
barna í móðurmáli og að það sé hlutverk skólans í samvinnu við heimilin að örva
málþroska barna, bæta málnotkun þeirra og auka málskilning. Gott vald á móður-
1 Athugið þó að nú gilda yngri lög um grunnskóla frá 1995.
12
1