Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 14

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 14
„ A F ÞVÍ L Æ R A BÖRNIN MÁLIÐ" ar nýtir það um leið alla þekkingu sína á eðli og hlutverki móðurmálsins, s.s. formi, hljóðum og merkingu. í rituninni þarf barnið að hugsa, vega og meta og einnig skapa. Það notar orðaforða sinn þegar það skrifar, mátar ný orð og gömul, bætir við og lagar þangað til því finnst orð sín passa við það sem því liggur á hjarta og langar að segja við aðra (Klein o.fl. 1991:119). Opinber stefna um móðurmál í leikskóla og grunnskóla Uppeldisstörf í leikskólum eiga sér hugmyndafræðilegan bakgrunn sem aftur á sér djúpar rætur í hugmyndasögu vestrænnar menningar. Opinber viðhorf til starfsemi í íslenskum leikskólum birtast í Uppeldisáætlun fyrir leikskóla frá árinu 1993 (sbr. einnig Lðg um leikskóla 1991). Starfið byggist á viðhorfi þar sem barnið er í brenni- depli og gengið er út frá þroska þess og þörfum. Lögð er áhersla á að barn breytist ekki skyndilega við skólaskyldu úr „leikskólabarni" í „grunnskólabarn". Bent er á að barnið sé heildstæð vera sem gengur í gegnum örar þroskabreytingar á þessu aldursskeiði og að það samræmist ekki þróunar- og vaxtaferli þess ef skörp skil eru á milli leikskóla og grunnskóla. Á þessum skólastigum þarf að skapa samfellu í uppeldisstarfi (1993:26-28). Uppeldisstarf í leikskóla byggist á leik og sköpun og málþroski barna og mál- örvun á að vera eins og rauður þráður gegnum uppeldisstarfið (sama rit, bls. 29). I því sambandi er bent á að mörg tækifæri gefist í leikskóla til að örva mál barna svo sem í daglegri umgengni og umönnun. Einnig eru hlutverkaleikir mikilvægir þar sem börn nota málið og þjálfast í að tala óþvingað. í Uppeldisáætlun fyrir leikskóla er bent á að eftir því sem börn þroskast og orða- forði þeirra eykst sé nauðsynlegt að þau tali við aðra og séu hvött til þess að segja sjálf frá, fara með vísur, þulur og kvæði ásamt látbragðsleikjum, leikrænni tjáningu og spuna barnanna. Að auki er vakin athygli á mikilvægu hlutverki vel valinna barnabóka í málörvun barna og fræðslu (1993). Áhugi sumra barna í leikskóla á því að læra að lesa og skrifa er alkunnur meðal leikskólakennara og ber að halda honum við og örva þó ekki sé um hefðbundna kennslu að ræða (sama rit, bls. 54-56). Sú skoðun kemur fram að menntun leik- skólakennara og grunnskólakennara þurfi að skarast meira en nú er báðum aðilum til hagsbóta í uppeldis- og kennslustarfi sínu. Aðalnámskrá grunnskóla (1989:6, 22) túlkar ákvæði laga um grunnskóla og kveð- ur nánar á um það sem skal vera samræmt fyrir alla íslenska skóla.1 Þar kemur fram að nám á að mynda samfellda heild frá upphafi skólagöngu til loka grunnskólans og byggjast á sjónarmiðum um menntun og alhliða þroska hvers barns. Eins og í leikskólum er samfella í uppeldi barna ein af megináherslum í grunnskólanum fyrstu skólaárin. Leikurinn er eðlilegt tjáningarform barnsins við upphaf skóla- göngu og vitsmunaþroska skal örva með honum eins og kostur er. Á fyrstu árum skólagöngu segir í Aðalnámskrá að lagður sé hornsteinn í námi barna í móðurmáli og að það sé hlutverk skólans í samvinnu við heimilin að örva málþroska barna, bæta málnotkun þeirra og auka málskilning. Gott vald á móður- 1 Athugið þó að nú gilda yngri lög um grunnskóla frá 1995. 12 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.