Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 39
DÓRA S. BJARNASON
LEIKSKÓLI FYRIR ALLA?
Samanburðarathugun á viðhorfum starfsfólks
Dagvistar barna í Reykjavík
Grein þessi fjallar um samanburð á nokkrum rannsóknarniðurstöðum úr tveimur könnun-
um' Fyrri könnunin var lögð fyrir allt starfsfólk Dagvistar barna í Reykjavík, sem vann við
uppeldisstörf á leikskólum og dagheimilum borgarinnar 1986, en hin síðari var lögð fyrir
sambærilegt starfsfólk 1996.* 1 Hér verður sérstaklega fjallað um svör við sex spurningum
sem varða viðhorf starfsfólks til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna á leik-
skólum og hugmyndir þess um vinnubrögð þar að lútandi. Svör úr fyrri og síðari könnun
verða borin saman.2
Fyrst verður drepið á nokkrar mikilvægar breytingar á umhverfi og aðstæðum
Dagvistar barna í Reykjavík frá 1986 til 1996. Þá verður rannsóknin kynnt, aðferðum
hennar lýst og úrvinnslu. Loks verða settar fram nokkrar niðurstöður sem fengust með því
að bera saman svör starfsfólks við fáeinum spurningum úr fyrri og seinni könnun.3 Niður-
stöður af því tagi sem hér um ræðir eru fremur lýsandi en skýrandi.
BREYTINGAR Á UMHVERFI DAGVISTAR BARNA
í REYKJAVÍK1986-1996
Miklar breytingar hafa átt sér stað á Dagvist barna í Reykjavík og umhverfi hennar
síðastliðna áratugi. Menningarlegur margbreytileiki setur í vaxandi mæli mark á
borgarsamfélagið. Reykvískar fjölskyldur, samsetning þeirra, stéttarstaða, trú,
* Ég þakka Vísindasjóði sem veitti mér á sínum tíma ómetanlegan stuðning til vinnu við þrjú tengd rann-
sóknarverkefni sem snertu sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna á dagvistarstofnunum 1985-1988.
Með þeirri vinnu var lagður grunnur að þessari grein. Enn fremur þakka ég Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla
íslands, stjórn Dagvistar bama í Reykjavík og aðstoðarmönnum mínum, Oddnýju Ævarsdóttur og Onnu
Ingeborg Pétursdóttur, stuðning og vel unnin störf.
1 Fram til 1991 voru dagvistarstofnanir reknar með tvennu sniði, á dagheimilum var heilsdagsvistun og á
leikskólum var boðið upp á hálfsdagsvistun. Þetta breyttist með lögum um leikskóla nr. 48/1991. Hér verður
alltaf fjallað um þessar stofnanir sem leikskóla, þar sem leikskólakennarar starfa. Orðin dagheimili og fóstra verða
einungis notuð þegar vísað verður til tiltekinna stofnana eða starfsfólks frá því fyrir lagabreytingu.
2 Árið 1985-1986 vann ég að eigindlegri rannsókn á einu dagheimili borgarinnar þar sem fötluð börn vom
vistuð með ófötluðum. Tvö fötluð börn og þroskaþjálfi komu á dagheimilið vegna rannsóknarinnar. Tilgangur
hennar var að komast að því hvað gerðist við þær aðstæður og hvernig mætti vinna skipulega að sameiginlegu
uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna á dagvistarstofnun. Þessi vinna vakti upp spurningar um viðhorf og
hugmyndir starfsfólks yfirleitt á dagvistarstofnunum. Þetta varð tilefni fyrri könnunarinnar, haustið 1986.
3 Aðrar niðurstöður er að finna í skýrslu minni um rannsóknina í heild (væntanleg 1998). Sjá einnig Dóm S.
Bjarnason 1988.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 6. árg. 1997
37