Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 39

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 39
DÓRA S. BJARNASON LEIKSKÓLI FYRIR ALLA? Samanburðarathugun á viðhorfum starfsfólks Dagvistar barna í Reykjavík Grein þessi fjallar um samanburð á nokkrum rannsóknarniðurstöðum úr tveimur könnun- um' Fyrri könnunin var lögð fyrir allt starfsfólk Dagvistar barna í Reykjavík, sem vann við uppeldisstörf á leikskólum og dagheimilum borgarinnar 1986, en hin síðari var lögð fyrir sambærilegt starfsfólk 1996.* 1 Hér verður sérstaklega fjallað um svör við sex spurningum sem varða viðhorf starfsfólks til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna á leik- skólum og hugmyndir þess um vinnubrögð þar að lútandi. Svör úr fyrri og síðari könnun verða borin saman.2 Fyrst verður drepið á nokkrar mikilvægar breytingar á umhverfi og aðstæðum Dagvistar barna í Reykjavík frá 1986 til 1996. Þá verður rannsóknin kynnt, aðferðum hennar lýst og úrvinnslu. Loks verða settar fram nokkrar niðurstöður sem fengust með því að bera saman svör starfsfólks við fáeinum spurningum úr fyrri og seinni könnun.3 Niður- stöður af því tagi sem hér um ræðir eru fremur lýsandi en skýrandi. BREYTINGAR Á UMHVERFI DAGVISTAR BARNA í REYKJAVÍK1986-1996 Miklar breytingar hafa átt sér stað á Dagvist barna í Reykjavík og umhverfi hennar síðastliðna áratugi. Menningarlegur margbreytileiki setur í vaxandi mæli mark á borgarsamfélagið. Reykvískar fjölskyldur, samsetning þeirra, stéttarstaða, trú, * Ég þakka Vísindasjóði sem veitti mér á sínum tíma ómetanlegan stuðning til vinnu við þrjú tengd rann- sóknarverkefni sem snertu sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna á dagvistarstofnunum 1985-1988. Með þeirri vinnu var lagður grunnur að þessari grein. Enn fremur þakka ég Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla íslands, stjórn Dagvistar bama í Reykjavík og aðstoðarmönnum mínum, Oddnýju Ævarsdóttur og Onnu Ingeborg Pétursdóttur, stuðning og vel unnin störf. 1 Fram til 1991 voru dagvistarstofnanir reknar með tvennu sniði, á dagheimilum var heilsdagsvistun og á leikskólum var boðið upp á hálfsdagsvistun. Þetta breyttist með lögum um leikskóla nr. 48/1991. Hér verður alltaf fjallað um þessar stofnanir sem leikskóla, þar sem leikskólakennarar starfa. Orðin dagheimili og fóstra verða einungis notuð þegar vísað verður til tiltekinna stofnana eða starfsfólks frá því fyrir lagabreytingu. 2 Árið 1985-1986 vann ég að eigindlegri rannsókn á einu dagheimili borgarinnar þar sem fötluð börn vom vistuð með ófötluðum. Tvö fötluð börn og þroskaþjálfi komu á dagheimilið vegna rannsóknarinnar. Tilgangur hennar var að komast að því hvað gerðist við þær aðstæður og hvernig mætti vinna skipulega að sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna á dagvistarstofnun. Þessi vinna vakti upp spurningar um viðhorf og hugmyndir starfsfólks yfirleitt á dagvistarstofnunum. Þetta varð tilefni fyrri könnunarinnar, haustið 1986. 3 Aðrar niðurstöður er að finna í skýrslu minni um rannsóknina í heild (væntanleg 1998). Sjá einnig Dóm S. Bjarnason 1988. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 6. árg. 1997 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.