Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 126
HUGLEIÐING UM STÆRBFRÆOILEGAN UNDIRBÚNING GRUNNSKÓLAKENNARA
ar er sömuleiðis fullt tilefni til að kenna stærðfræði í grunnskólum. Sem menntun
jafnast fátt á við stærðfræðinám. Sennilega er um það allgott samkomulag, að
stærðfræði sé önnur helsta kennslugrein íslenskra grunnskóla, næst á eftir íslensku.
Það er stærðfræði á öllum stundatöflum allra grunnskólanema.
Þær kröfur sem við gerum til stærðfræðikennara hljóta að ráðast af þeim mark-
miðum sem við teljum stærðfræðinám hafa. Því dýpra sem rætur þeirrar mark-
miðssetningar ná, þeim mun betur stöndum við að vígi við kröfugerð á hendur
kennurum.
Grunnskólakennarar eru sérfræðingar sem hafa formleg réttindi til að kenna.
Þeirra réttinda er aflað með kennaranámi. Hér á landi eru slík réttindi að mestu
óbundin kennslugreinum og hér er engin formleg aðgreining grunnskólakennara
eftir sérþekkingu þeirra. Segja má að það séu engir stærðfræðikennarar í grunn-
skólum. Reyndar er svipaða sögu að segja um réttindi til kennslu í framhaldsskóla.
I kennaranáminu, forsendu kennsluréttinda, er mögulegt að hafa áhrif á það
hvernig kennsla fer fram í grunnskólum, sér í lagi hvernig stærðfræðikennsla fer
þar fram. Fastlega er gert ráð fyrir, að kennsluhæfni tilvonandi kennara batni með
þar til gerðri skólagöngu - kennaramenntun - þótt samhengi slíks náms og árang-
urs í kennslu seinna meir sé reyndar erfitt að reikna út. En hér var einmitt ætlunin
að hugleiða hvaða skilyrði skuli setja kennaraefnum, svo þeim megi treysta til að
kenna stærðfræði í grunnskóla.
Undirbúningi verðandi grunnskólakennara hér á landi sinna Háskólinn á
Akureyri og Kennaraháskóli íslands. Skýrt skal tekið fram, að í því sem hér fer á
eftir er einungis fjallað um kennaranám eins og það er í síðarnefndu stofnuninni.
Vegna þess hve fjölbreytt viðfangsefni bíða grunnskólakennarans er ofur eðli-
legt að hann fái fjölbreyttan undirbúning. Kennaranám er óhjákvæmilega mála-
miðlun margra sjónarmiða. Við brautskráningu þarf kennararaefni m.a. að:
- hafa sýnt samviskusemi, ábyrgðarkennd og náungakærleika,
- hafa sýnt töluverða færni í samskiptum við annað fólk og hafa þokka-
lega skapgerð,
- hafa sérstaklega næman skilning á börnum og unglingum,
- hafa gefið fyrirheit um áframhaldandi þroska í starfi,
- hafa raunhæfa tilfinningu fyrir kennarastarfinu í sögulegu og félagslegu
tilliti,
- líta á sig sem miðil íslensks menningararfs og vera til fyrirmyndar um
notkun íslenskrar tungu.
Auk alls þessa viljum við gera kröfur um þekkingu kennarans á námsgreinum
grunnskólans.
Ekki er augljóst hvernig á að standa að mati á stærðfræðilegum undirbúningi
verðandi grunnskólakennara. Vissulega kemur til álita, að meta kennaranám, sem
nú er á háskólastigi, án tillits til greinabundinnar kunnáttu kennaraefnisins. Það
hefur efalítið verið sannfæring fjölmargra nemenda í Kennaraháskóla íslands, að
stærðfræðinámskeið sé þar óþarft. Einnig er alveg víst, að verulegur fjöldi kennara-
nema segist ekki ætla að kenna stærðfræði. Það er með öðrum orðum ekki sjálf-
gefið, að í kennaranámi megi setja, svo notað sé orðalag úr kjarasamningum, rauð
124