Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 156
AUKIN G ÆÐ I NÁMS
LOKAORÐ
Augljóst er af reynslunni sem fengin er að AGN-ið hefur ýmsa kosti sem nýst geta
íslenskum skólum og virðist það mæta ákveðinni þörf þeirra fyrir skipulagða
sjálfsskoðun og markvisst umbótastarf. Ráðgjafar hafa þegar hafið starf með þrem-
ur nýjum grunnskólum og mun það starf standa yfir skólaárin 1997-1999. í undir-
búningi er að fleiri skólar hefji vinnu undir þeirra leiðsögn haustið 1998. Ráðgjafar
telja sig vera reynslunni ríkari og telja víst að lotan sem nú er nýhafin geti að ýmsu
leyti orðið markvissari en sú fyrri.
Kostir líkansins eru ekki síst þeir að það er lagað að aðstæðum í hverjum skóla.
Því er stýrt innanhúss af kennurum og skólastjórum og þótt ráðgjöf sé að hluta veitt
til alls hópsins í formi námskeiða, fyrirlestra eða einstaklingsráðgjafar þá er dagleg
umsjón í höndum þróunarstjórnar. Ráðgjöf er því að miklu leyti beint til hennar.
Um leið eru í því fólgnar vissar hættur. Ef skólann hrjáir uppdráttarsýki í formi
viljaskorts, ágreinings, tímaskorts eða samskiptavanda þá er ekki gefið að AGN-ið
geti leyst þau vandamál.
Stjórnun og stjórnunarhefðir skóla eru ekki að öllu leyti sambærilegar á Islandi
og í Englandi. Hér skal tekið svo djúpt í árinni að fullyrða að íslenskir kennarar séu
óvanari að hlíta stjórnun skólastjóra en enskir kollegar þeirra. Auk þess virðast
skólastjórar hér á landi beita sér minna við stjórnun náms og kennslu en tíðkast í
Englandi. Flestir skólar hér á landi hafa hingað til ekki talið sig vera eins bundna að
fylgja fyrirmælum, t.d. laga, reglugerða og námskráa, né búa þeir við sama þrýst-
ing, t.d. frá foreldrum og skólanefndum, á innihald og gæði starfsins og enskir skól-
ar. Þetta hefur óneitanlega áhrif á stjórnunarhætti og um leið möguleika á að yfir-
færa vinnubrögð þeim tengd óbreytt eða lítið breytt milli landanna. Þrátt fyrir
þennan mun hefur líkanið reynst vel og líklegt má telja að reynslan, sem fengin er,
muni skila enn öruggari og betri vinnubrögðum í framtíðinni.
Þessari samantekt lýkur með tilvitnun í lokaskýrslu AGN-sins frá ágúst 1997.
Hún er tekin úr lokaorðum eins skólanna og lýsir vel hvernig þar tókst að ná einu
meginmarkmiði starfsins, þ.e. að leggja grunn að vinnubrögðum sem nýttust í um-
bótastarfi framtíðarinnar:
Þegar við fórum af stað fyrir tveimur árum og skuldbundum okkur til að taka pátt í
einhverju próunarverkefni höfðum við ekki glóru um hvað í pví fólst ... Tilfinn-
ingin var svona eins og að henda sér út úr flugvél í tólfpúsund feta hæð, loka aug-
unum og treysta á að faUhlífin opnaðist einhvers staðar á leiðinni og við lentum
ekki beint í sjóinn ... Stðan pá hefur petta verið eintóm ánægja. Indælt stríð. Að
vísu stundum basl og streð, en gaman ... Svo svartsýn sem við vorum og óstyrk í
göngulaginu pegar við vorum að hefja pessa ferð,jafn ánægð erum við núna og létt
í spori. Við hefðum ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af pessu ... [AGN-ið] hef-
ur pann kost að pó að pví Ijúki formlega pá lifir pað áfram. Svona eins og pegar
maður sem ásetur sér að hlaupa tvo kílómetra á dag í eitt ár getur ekki hætt pegar
árinu er lokið. AGN-inu er lokið. Við kennarar hvílum lúin bein. Með haustinu fer
fiðringurinn ílöppunum að segja til sín aftur og við höldum áfram að skokka.
154