Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 70
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG
við þjófnaði og vandræðahegðun í skóla (Felson o.fl. 1994). Þessar niðurstöður
benda til þess að það geti verið gagnlegt að rannsaka ofbeldi meðal unglinga út frá
kenningum um félagslegt taumhald. Þannig ætti ofbeldi að fylgja veikum tengslum
við foreldra og slökum námsárangri. Það ætti einnig að fylgja veikum tengslum við
hefðbundin gildi.
I víðara samhengi sýna erlendar rannsóknir að ofbeldisverk og afbrot eru
algengari meðal hópa sem búa við mikinn efnahagslegan ójöfnuð og einangrun
(Blau og Blau 1982, Dixon og Lizotte 1987, Martinez 1996, Shihadeh og Flynn 1996).
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum ungmennum hafa hins vegar ekki
fundið tengsl milli stéttarstöðu og óknyttaatferlis (Þórólfur Þórlindsson og Rúnar
Vilhjálmsson 1991) eða íþróttaiðkunar (Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson
1992), þótt fundist hafi tengsl milli stéttarstöðu og námsárangurs (Þórólfur Þór-
lindsson og Sigurjón Björnsson 1979). Það má því búast við því að stéttarstaða for-
eldra tengist ekki ofbeldis- og óknyttaatferli íslenskra unglinga.
AÐFERÐ
Úrtak
Nafnlausir spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í tíunda bekk grunn-
skóla sem mættir voru í skólann dagana 16. til 21. janúar 1995. Alls var unnið úr
svörum 3810 nemenda eða 87% allra unglinga í þessum árgangi (1879 stúlkur og
1931 piltur).
Framkvæmd
Starfsmenn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, kennarar og starfs-
menn félagsmiðstöðva sáu um að leggja spurningalista fyrir nemendur. Sökum
þess að ekki var staðið eins að fyrirlögn í öllum landshlutum þótti ástæða til að ótt-
ast að svör við spurningum yrðu ekki sambærileg. Nýleg rannsókn bendir hins
vegar til þess að það hafi ekki áhrif á svör nemenda hvort kennarar eða utanað-
komandi aðilar leggi fyrir spurningalista (Þóroddur Bjarnason 1995).
Svörun einstakra spurninga var mjög góð, fjöldi ósvaraðra spurninga var að
meðaltali 1,2%. Mótsagnir í svörum nemenda eru fátíðar, til dæmis er tíðni mót-
sagna í spurningum um reykingar og vímuefnaneyslu á bilinu 0,1-0,5%. Tíu listum
var sleppt úr úrvinnslu þar sem þeim hafði augljóslega ekki verið svarað samvisku-
samlega. í listanum voru nemendur spurðir að því hvort þeir myndu viðurkenna
neyslu ýmissa ólöglegra vímuefna ef hún hefði átt sér stað. Um 3-6% nemenda
sögðu að þeir myndu ekki viðurkenna neyslu slíkra efna þótt hún hefði átt sér stað.
Mælitæki
í Töflu 1 má sjá upplýsingar um þær breytur sem notaðar eru í þessari rannsókn og
þær spurningar sem þær samanstanda af. í Töflu 2 má sjá tölfræðilegar upplýsingar
um breyturnar.
68