Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 70

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 70
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG við þjófnaði og vandræðahegðun í skóla (Felson o.fl. 1994). Þessar niðurstöður benda til þess að það geti verið gagnlegt að rannsaka ofbeldi meðal unglinga út frá kenningum um félagslegt taumhald. Þannig ætti ofbeldi að fylgja veikum tengslum við foreldra og slökum námsárangri. Það ætti einnig að fylgja veikum tengslum við hefðbundin gildi. I víðara samhengi sýna erlendar rannsóknir að ofbeldisverk og afbrot eru algengari meðal hópa sem búa við mikinn efnahagslegan ójöfnuð og einangrun (Blau og Blau 1982, Dixon og Lizotte 1987, Martinez 1996, Shihadeh og Flynn 1996). Rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum ungmennum hafa hins vegar ekki fundið tengsl milli stéttarstöðu og óknyttaatferlis (Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálmsson 1991) eða íþróttaiðkunar (Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson 1992), þótt fundist hafi tengsl milli stéttarstöðu og námsárangurs (Þórólfur Þór- lindsson og Sigurjón Björnsson 1979). Það má því búast við því að stéttarstaða for- eldra tengist ekki ofbeldis- og óknyttaatferli íslenskra unglinga. AÐFERÐ Úrtak Nafnlausir spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í tíunda bekk grunn- skóla sem mættir voru í skólann dagana 16. til 21. janúar 1995. Alls var unnið úr svörum 3810 nemenda eða 87% allra unglinga í þessum árgangi (1879 stúlkur og 1931 piltur). Framkvæmd Starfsmenn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, kennarar og starfs- menn félagsmiðstöðva sáu um að leggja spurningalista fyrir nemendur. Sökum þess að ekki var staðið eins að fyrirlögn í öllum landshlutum þótti ástæða til að ótt- ast að svör við spurningum yrðu ekki sambærileg. Nýleg rannsókn bendir hins vegar til þess að það hafi ekki áhrif á svör nemenda hvort kennarar eða utanað- komandi aðilar leggi fyrir spurningalista (Þóroddur Bjarnason 1995). Svörun einstakra spurninga var mjög góð, fjöldi ósvaraðra spurninga var að meðaltali 1,2%. Mótsagnir í svörum nemenda eru fátíðar, til dæmis er tíðni mót- sagna í spurningum um reykingar og vímuefnaneyslu á bilinu 0,1-0,5%. Tíu listum var sleppt úr úrvinnslu þar sem þeim hafði augljóslega ekki verið svarað samvisku- samlega. í listanum voru nemendur spurðir að því hvort þeir myndu viðurkenna neyslu ýmissa ólöglegra vímuefna ef hún hefði átt sér stað. Um 3-6% nemenda sögðu að þeir myndu ekki viðurkenna neyslu slíkra efna þótt hún hefði átt sér stað. Mælitæki í Töflu 1 má sjá upplýsingar um þær breytur sem notaðar eru í þessari rannsókn og þær spurningar sem þær samanstanda af. í Töflu 2 má sjá tölfræðilegar upplýsingar um breyturnar. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.