Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 5
Heilsufræðin nú á timum.
163
orsakir til sjúkdóma A íslandi skýr rök leidd að því,
að ill húsakynni, óhollt neyzluvatn, og óþrifnaðr
utanbæjarog innan ætti góðan þátt íþví, að kveikja
sjúkdóma, auk óholls og ónógs viðrværis og óhent-
ugs fatnaðar, og hefir allt þetta verið svo þrábrýnt
fyrir almenningi, að ætla mætti, að menn væri nú
nokkuð farnir að taka sér fram f þessum efnum,
sem svo mjög varða heilsu og líf, og er varla fyr-
ir það að synja, að talsvert margt hefir lagfærzt í
þessu, ekki sízt á síðasta mannsaldri, einkum þó
að því er snertir húsakynni, að nú eru þau orðin
til mikilla muna rúmlegri, þokkalegri og lopthetri
en áðr var; aptr er sorglegt til þess að vita, hvað
fátítt það er að menn hafi fengizt til þess að taka
upp aptr þann sið, að laugast; hér á landi, þar
sem svo víða eru' hverir, ætti það víða að vera
mjög kostnaðarlaust að taka heitt bað ; umhverfis
allt landið er hinn hreinasti og tærasti sjór, og er
hörmung til þess að vita, að varla verðr nokkrum
að vegi að laugast í honum ; mætti þó með vissu
ætla upp á það, að mun færri mundu verða manna-
látin við skiptapa eða í vatnsföllum, ef menn, jafn-
framt því að haða sig í sjó lærðu sund, sem var
svo algeng íþrótt áðr, og varla er það að óttast,
að mönnura raundi verða stórum lungnabólgu- eða
kvefhættara, þó menn gjörðu hóti meira að því
en gjört er, að skola öðru hvoru af skrokknum í
köldu, hvort það væri nú heldr í sjó eða sætu
vatni.
Kúabólusetning var lögboðin hór í upphafi þess-
arar aldar, og var vandlega fylgt því heilsusamlega
11*