Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 63
Hinrik Pestalozzi.
221
eg, lifa meðal volaðra aumingja og ala þá upp og
gjöra þá að siðuðum mönnum ?»
Um þetta leiti brann bærinn Altdorf; þá
safnaði Pestalozzi börnunum sínurn um sig og
sagði við þau: »Nú er Altdorf brunnið; það er
allbúið, að nú sem stendur sé þar um hundrað
börn húsnæðislaus, klæðlaus og matarlaus. Viljið
þér nú ekki biðja vor góðu yfirvöld um að mega
taka 20 af þeim hingað til vor ?» Börnin komust
við og sögðu óðara : »Jú, það skulum við gjöra».
En Pestalozzi sagði við þau : »Gætið að því, hvað
það er, sem þér biðjið um. Hérna á heimilinu er
ekki mikið um fé, og það er óyíst, þótt þessi fá-
tæku börn bættust á oss, að vér fengjum meira en
það sem vér höfum fengið. það getur því farið
svo, að þér þeirra vegna verðið að vin»a meira
fyrir tilsögninni á yður, fáið minna að eta, og verð-
ið auk þess, ef til yill, að miðla þeim af fötum yð-
ar. Biðjið því ekki um börn þessi, nema þér viljið
leggja allt þetta í sölurnar þeirra vegna». Tilþess
að hann væri viss um, að þau hefðu skilið það
sem hann sagði við þau, lét hann þau hafa það
eptir. En börnin hóldu fast fram því, sem þau
höfðu beðið um. Á þennan hátt vakti hann til-
finningar þeirra, og lét þau svo temja sór það, að
sigrast á sjálfum sér. Opt lét hann þau vera sér
til hjálpar við tilsögnina. það barnanna, sem var
komið dálítið lengra en hin, settist meðal hinna,
skemmra voru á leið komin, og kenndi þeim það
sem það kunni. Sú var aðalregla Pestalozzi, að
hörnin ætti að kunna til fullnustu allt sem þau
lærðu, hvað lítilf jörlegt sem það var, og aldrei kom-