Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 52
210
H. Trier :
hann ætlar að bæta með jarðarmerg, og kvongast
svo, þegar hann hefir þrjá um tvítugt, þrítugri
konu. Móðir konu hans hafði sagt við dóttur sína,
þegar hún fór að heiinan : »þú verður sjálfsagt að
sætta þig við vatn og brauð.« Pestalozzi var á-
hugamaður hinn mesti við búskapinn, en samt fór
allt út um þúfur, það er hann vildi nýtt fyrir ber-
ast; var það bæði fyrir það, að hann vantaði
dyggt fólk sér til hjálpar, og hitt, að liann var
hvorki verkséður nó hagsýnn og ráðdeildarsamur,
og auk þess höfðu bændurnir í kring uin hann
ama á honum fyrir nýbreytni þá, er hann vildi
taka upp. Iíaupmaðurinn heimti aptur fé sitt, og
þá stóð Pestalozzi uppi tómum höndum, félaus
með engu lánstrausti, og var ekki svo mikið, að
hann væri búinn að koma upp íbúðarhúsi yfir sig
á þessum hrjóstrum, er hann hafði keypt sér til
ábúðar. þegar hann er 29 ára gamall, skrifar hann
eptir 6 ára búskap : »f>að sem ég hafði gert mér
fegurstar vonir um, vonina um það, að fá komið
einhverju miklu til leiðar, er væri blessunarríkt öll-
um umhverfis mig, er sjálfur sæti á friðsælu og ró-
legu heimili, sú von er mér nú alveg horfin«. Svo
hugkvæmist honum það, að reyna að ráða bætur
á fátækt þeirri, sem væri í mannlegu félagi, ekki
með fátækrastyrk—»miskunnar« eða »gustuka-með-
ulum«, sem hann kallaði,—ekki heldur með ölmusu-
gjöfum og velgjörðum einstakra manna, sem hann
taldi verða til þess að búa til ölmusumenn og
skrópalóma, heldur með því að láta ná framförum og
þroska hæfilegleika þá, er búa í hverjum manni,
eins hinum fátækasta. Iíann sendir til »vina mann-