Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 25
Guð er kærleikur.
183
hjarta hans. Aður lá hann lengi andvaka, þegar
hann var hdttaður, og gat ekki haft hugann af
sonarmissinum; nú gat hann með hugarrósemi haft
yfir orðin : »Guð veri eilíflega lofaður ! Verði þinn
vilji!«
Töluverð breytihg varð líka á ytri háttum Mar-
teins. Aður hafði hann eins og flestir jafningjar
hans verið vanur að fara á sunnudögunum inn á
einhvern veitingastað og fá sjer te eða brennivín,
eptir því sem verkast vildi. það var þá bezta
hressingin fyrir hann, að hitta þar einhvern kunn-
ingja, sem liann gat spjallað við yfir staupunum.
Hann var aldrei drukkinn til muna, en vanalega
hafði hann þó dálítið í kollinum, þegar hann hjelt
heimleiðis um kvöldið; talaði hann þá stundum
heldur margt, og eins gat það kornið fyrir, að hann
stöðvaði ókunnuga menn úti á strætum og yrti á
þá. jpetta var nú allt búið að vera; hann lifði í
enn meiri spekt og ró en áður, og um leið var hann
glaðari og ljettari í lundu. A morgnana gekk hann
að vinnu sinni, og þegar vinnutíminn var úti að
kvöldi, tók liann lampann niður af króknum, setti
hann á borðið og fór að lesa. þ>ví lengur sem hann
las, því hetur skildi hann það sem hann fór með,
og með degi hverjum fannst lionum sjer líða betur.
Kvöld eitt var Marteinn venju fremur sokkinn
niður í nýja-testamentið; það var í sjötta kapítul-
anum í Lúkasar guðspjalli, sem hann var að lesa:
»SIái nokkur þig á aðra kinn þína, þá bjóð þú
honum hina, og ef einhver tekur frá þjer yfirhöfn
þína, þá meinaðu honum ekki að taka kirtil þinn.
Gef þú hverjum sem biður þig, og ef einhver tek-