Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 50
208
H. Trier :
nð koma þér 1 einhverja umsvifalitla og hæga
stöðu, og fyrir hvern mun hleyptu þér ekki út í
neitt, er sé svo viðfangsmikið, að þú getir hlotið
tjón af því, að ráða ekki við það, nema þvf að eins,
að þú hafir þér við hönd mann, sem stilltur sé og
gætinn og vel þekki á fólk, og vilji styrkja þig og
sýni þér í öllu fullan trúnað.«
Andlát þessa vinar fékk svo mikið á Pesta-
lozzi, að hann varð sjúkur, og vildi hann nauðu-
lega skilja við lík vinar síns. Sér til heilsubótar
og til þess að reyna að hressast, fer hann svo upp
í sveit, og uppi í sveit í lengist hann. Hann fór
nú að hneigja hug sinn til ungrar stúlku, er hét
Anna Schultess, dóttir velmetins kaupmanns í Ziir-
ich; hún hafði verið virktavinur þessa vinar hans,
og sá eptir honum ekki síður en hann; þannig
byrjuðu kynni þeirra. Hann lýsti sjálfum sér fyr-
ir þessari stúlku með svo mikilli einlægni, sem
framast var unnt: #Ég hefi örlyndi og viðkvæmni,
sem hvergi nærri ávallt hlýðnast dómi skynsem-
innar; í því að lofa og lasta, elska og hafa and-
styggð fer ég mjög opt hófi framar. jpað getur
vel komið fyrir, að jafnvægi sálar minnar raskist
af þessum veikleika#. »Ég þarf ekki neitt að orða
mitt mikla hirðuleysi um allt hið ytra, sem aldrei
verður bót mælandi; það getur aldrei leynt sér.«
Bn um ásýnd hans segir hún : #þú þyrftir ekki að
vera eins þakklátur við skaparann, ef hann ekki
hefði gefið þér stór, svört augu, er sýna hjarta-
gæzku þína, víðsæi sálar þinnar og alla ástúð þína«.
Og um kosti lians segir hún : »Svo mikill dreng-
skapur og veglyndi gagntekur alveg sálu mína.*