Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 118
276 H. Höffding:
blindleik, og orðin, sem mörgum öldum seinna
heyrðust á krossinum á Golgata: oPyrirgef þeim,
þeir vita ekki hvað þeir gera«, koma vel heim við
hugsun hans. Sá sem illa breytir, veit ekki hvað
haun gerir, þess vegna þarf að vekja hann og
koma honum á rétta leið með því að láta hann fá
sanna vitneskju um það, hvílíkur hann er, þó það
aldrei nema sé honum sárt. Sjálfsþekkingu og
skilning mat hann því mest andlegra gæða; og
hann leitaðist af alefli við að fá landa sína til þess,
að taka þessi hin innri andlegu gæði fram yfir ytri
gæðin. jpað var því opt, að hann sagði þetta og
því um líkt við þá, sem hann átti tal við: »Góð-
urinn minn, þú sem ert Aþenuborgarmaður, og því
borgari ríkis, sem mikils er metið fyrir vizku og
dugnað, fyrirverður þú þig nú ekki þess, að láta
þér einkar annt um það, að geta rakað saman sem
mestu fé, og komast til sem mestra valda og met-
orða, en um rétta þekking sannleiks hirðir þú lítt,
og lætur þér hvergi annt um það, að sál þín batni
sem mest má verða.«
VIII.
Hvernig stóð nú á því, að svo fór, að slíkur
maður var borinn ólífis sökum og dæmdur til
dauða ?
Til þess að gera sér þetta skiljanlegt, verða
menn að íhuga það, að Sókrates var að berjast
fyrir alveg nýrri hugmynd.
Aður liafði enginn látið sér til hugar koma, að
þörf væri á sérstakri vakning eða leiðbeining til
þess að geta orðið nýtur og góður maður, og að