Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 44
202
H. Trier :
um stjórnmálum. Alþýða lætur afskiptalaust hið
nýja fyrirkomulag, eða er því öllu fremur afundin,
með þvl hún ekki skilur, liversu mikils virði gjöf
sú er, sem hím hefir þegið. En þegar svo kemur,
að þjóðinni fer að skiljast, hversu mikils virði
stjórnarskipunin er, þá mun það sannast, að allur
landslýður mun meta hana sem sína dýrustu ger-
semi, og Ieggja fyr líf og blóð í sölurnar en hann
sleppi hinni minnstu ögn af frelsi sínu.
Fyrst og fremst þurfti að koma nýju skipulagi
á alþýðuskólana. Upp til sveita voru hér um bil
350 skólar; af þeirn höfðu tæpir 130 sérstök skóla-
hús, og þar sem þau voru, þá voru það litlir, lágir,
dimmir klefar, þar sem börnunum var hrúgað sam-
an í bendu ; ódaunninn í þeim var svo mikill, að
lá við köfnun; loptið í þeim svo saggasamt, að rak-
inn rann í Iækjum niður eptir veggjunum og öllu,
sem var innan stokks. þarna lásu svo börnin upphátt
hvert í kapp við annað ; sitt sett fyrir hverju barn-
inu, og með sína bókina hVert; var þannig öll til-
högun ráðlausleg og engin stjórn á neinu. Sum-
staðar fengu börnin tilsögn á heimili kennarans;
urðu þau þá að vera innan um heimilisfólkið, og
svo komu þá nágrannarnir þangað í kynnisferðir
og höfðu svo með sér handavinnu sína, því það
var gott að sitja þar inni í hitanum. Sumstaðar
varð skólinn að fara bæ frá bæ, og hafa vista-
skipti 10 til 12 sinnum á vetri, en að sumrinu var
ekki umtalsmál, að almenningur vildi láta börn sín
ganga í skóla. það var ekkert visst ákveðið um
það, á hvaða aldri börn ætti að vera, þegar þau
færi í skóla; sjaldan voru börn flokkuð í bekki;