Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 88
246
Sjálfs or höndin hollust.
sjálfur í öðrum. »En í alvöru að segja, drengur
minn, þú verður að gæta betur að þjer. |>ú ert
hingað kominn til þess að lifa þægilegu lífi hjá
mjer tveggja mánaða tíma. I fyrsta sinn, sem þú
kemur hjer í samkvæmi, hegðar þú þjer svo, og
það við konu, sem þú hefir aldrei fyr sjeð, aðhún
mætti, ef hún hefði ekki talsverða þekkingu á
heiminum, haldaf að þú værir bráðskotinn í
sjer».
»Jeg er það! Jeg er bráðskotinn í henni!»
gall hinn ungi maður við með ákefð. »Jeg ætla líka
að segja henni það — það er að segja —: jeg ætla að
skrifa henni til um það».
»Hægt og hægt!» sagði majórinn. »Hún mundi
kunna því mjög illa. Jeg veit að þú hefir
enga hugmynd um það, sem jeg nú ætla að segja
þjer, en þjer er óhætt að trúa orðum mínum. Jeg
skal fræða þig á því, að það hefir farið fyrir mönn-
um, svo hundruðum skiptir, eins og fyrirþjer; þeir
hafa orðið öldungis frá sjer numdir, er þeir sáu
hana 1 fyrsta skipti; liún hefir mjög vel vitað af
þessu, en ekki hefir það truflað rósemi hennar liið
allra minnsta. Fagrar konur vita það yfirburða
vel, að þær gjöra karlmennina ruglaða; þær bera
jafnaðarlega mesta virðingu fyrir þeim mönnum,
sem eru svo hyggnir að hepta tungu sína, að
minnsta kosti þangað til þeir eru orðnir þeim svo
kunnugir, að afsakanlegt megi þykja, þó eitthvert
fljótlega hugsað orð kunui að hrjóta manni af vör-
um». »Majór», sagði veslings Friðrik með lágri,
nærri því aumingjalegri rödd; »haldið þjer—segið
þjer mjer það hreinskilnislega, haldið þjer ekki að