Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 121
Sókrates.
279
allir mætti sjá, að gríma trúðsins væri eins og
liann. Bn 24 árum seinna sagði hann í varnar-
ræðu sinni, að það, hvernig hann var látinn koma
fram í leikriti þessu, hefði mjög svo stutt að því,
að gefa löndum sínum rangar hugmyndir um sig,
þó þeir reyndar áður kynni að hafa haft þær nokk-
uð skakkar.
þegar Aþenuborgarmenn höfðu rekið af hönd-
um sór 30 harðstjórana, og komið aptur á lýðveldi
hjá sér, þá var það eðlilegt, að lýðvaldsvinirnir
færi að hugsa um, hvað valdið hefði öllum þeim
ófagnaði, er yfir ríldð hafði gengið og stjórnarskip-
un þess. Aðalorsökina þóttust þeir þá finna í hin-
um nýju, andlegu stefnum, í hinum frjálsu umræð-
um um hvað eina, er olli því, að allt varð sem á
reiki, og að um allt mátti efast, og í þeirra augum
varð Sókrates forvígismaður þessara nýjunga. All-
ar slíkar nýjungar voru því látnar bitna á honum
einum. Til þess að fella Sókrates hélzt því í
hendur eitthvert óljóst hugboð um nýmæli þau, er
hann var forvígismaður að, og hróplegur misskiln-
ingur á honum sjálfum, og öllu hans atferli.
IX.
Árið 399 f. Kr. b. komu þeir þrír, Meletos
skáld, Anytos sútari, og Lýkón mælskumaður, fram
með svofellda sakargipt gegn Sókratesi: »Sókra-
tes gerir sig sekan í að spilla ungum mönnum, og
í því, að trúa ekki á guði þá, er ríkið trúir á.«
Sókrates hélt fyrir dóminum ræðu sér til varn-
ar, og hefir Plató, lærisveinn hans, fært hana í
letur, og er hún þannig sjálfsagt að aðalefninu enn