Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 97
255
Sjálfs er höndin liollust.
er svertinginn hennar—hann kemur með svar—æ,
majór, hvernig skyldi það vera ?»
»Yertu þolinmóður, vinur minu, vertu þolin-
nióður !» sagði majórinn og studdi á öxl lieuten-
antinum, sem ætlaði að þjóta út. iMundu eptir
því að þú ert offíséri og »gentlemaður». Láttu
Sarnúel Ijúka upp».
það heyrðist til klukkunnar við dyrnar; úti-
dyrunum var lokið upp ; þjónarnir töluðu nokkur
orð sarnan ; svo geklc vagnmaður frú Wittleday inn
í borðstofuna með brjef í hendinni. Lieutenant-
inn hljóp til og ætlaði að þrífa það af honum ; en
svertinginn brosti út undir eyru og rnælti:
»það er til majórsins, herra offíséri! Jeg mátti
ekki afhenda það neinum öðrum !» Hann fjekk
majórnum brjefið, gekk burtu, bugtaði sig og
beygði og skældi sig allan ; hermennirnir settust
aptur niður.
»Eífið þjer það upp, majór .... blessaðir
flýtið þjer yður», sagði lieutenantinn í hálfum hljóð-
Um. En það leit ekki út fyrir, að majórinn hirti
um að hraða sjer að rífa utan af brjefinu. Hann
var ekki vanur að vera lengi að hugsa sig um það,
þegar hann fjekk embættisbrjef. Nú fór hann of-
an í vasa sinn, tók upp pennahníf, lauk upp
minnsta og fínasta blaðinu f honum, og skar um-
slagið upp með mestu varúð. Hann fletti sundur
brjefinu, sperrti neðri vörina fram á við og hvessti
augun. Hann las brjefið gaumgæfilega með sjálf-
mn sjer. það leit að vísu út fyrir, að hann væri
vel ánægður með brjefið. En hann varð einhvern