Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 143
San Fraucisco eptir 1850.
301
ar hjá kaupmanni einum i borginni, er Cunniugham
hjet, og skyldi þá til skarar skríða. |>angað
streymdi borgarlýðurinn hópum saman. Var sam-
þykkt þar, að endurreisa velferðarnefndina, og
skorað á Colemau, er verið hafði oddviti hennar
1851, að cakast nú aptur forustuua á hendur.
En það hagaði nú talsvert öðruvísi til en þá
að mörgu leyti. Nú voru til regluleg yfirvöld, lög-
lega skipuð og með fullu lögstjórnarvaldi. þessi
yfirvöld höfðu lögregluliðið uudir sjer, og gátu kvatt
herlið Bandaríkjanna til fulltingis sjer, ef á þyrfti
að halda. Áhættan var mikil. Hjer þurfti mikils
mannafla við og á talsverðu fje að halda. Eor-
kólfar fyrirtækisins áttu mikið á hættu ; þeir áttu líf
sitt í veði, ef miður tækist. En þeir hopuðu hvergi
og tóku þegar til sinna ráða með miklu fylgi og
miklum dug. Eiður var stýlaður öllum þeim, er
fundinn sóttu, og sóru allir að skiljast eigi við þetta
mál, fyr en yfir lyki með þeim og fjandmönnum rjett-
vísinnar. Auk þess rituðu fundarmenn sig fyrir
drjúgum fjársamskotum. Askorun var samin og
samþykkt um fulltingi allra góðra manna utan-
fundar. Síðan skiptu menn sjer í sveitir á her-
mannavísu, og tóku sjer foringja ; voru hundrað
manna í sveit hverri. Liðsmenn kostuðu sig sjálfir
að klæðum og vopnum, og bjuggust að öllu sem í
hernað.
Tveim dögum síðar var svo komið, að 500
hraustra drengja hjeldu vörð ura hús það, er vel-
ferðarnefudin háði í fundi sina, en skotið lierkví um
fangelsið, þar sem morðinginn var geymdur, til
þess að honum yrði eigi skotið undan, og her-