Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 114
272 H. Höff'ding:
og að honum væri ekkert tíðara en það, að flækja
menn í orðum. jpeirn gat ekki skilizt, að nokkur
alvara fylgdi gamanyrðum hans og ertinguin. Og
eins og sjálfur hann segir, óvinguðust margir við
hann einmitt fyrir þessa aðferð hans. Bn þeir
sem þoldu að ganga gegnum þennan hreinsunar-
eld sjálfsprófunarinnar, þeir komust að því, að
undir líki þessa stríðna skógarpúka fálust hið innra
dýrlegir gripir og líkneski guðanna, er þeir fengu
að sjá, er opna vildu. Sókrates sjálfur sagðist hafa
sömu aðferðina og hún móðir sín — því eins og
ljósmóðirin æli ekki sjálf börnin, heldur hjálpaði
■öðrum konum til þess að ala þau, eins væri það
sitt verk — ekki að koma sínum hugsunum inn
hjá öðrum mönnum, heldur að hjálpa öðrum til
þess að komast frá þeim hugsunum, sem þeir sjálfir
gengi með.
YI.
Nokkur dæmi geta sýnt, hver áhrif Sókrates
hafði á ýmsa unga meun.
Maður einn ungur, er Evþydemos hét, var
búinn að kaupa sér fjölda af bókum, og þóttist nii
vegna fróðleiks síns vera orðinn mikill spekingur.
Sókrates fer nri að tala við hann; en það kemur
þá upp lir kafinu,að Evþydemos hugsar mjög óskipu-
lega og ekki sem skýrlegast. Loksins segir Ev-
þydemos: »Mér er sjálfsagt hollast að þegja, því
það er hætt við, að eg viti ekki neitt». Og að
svo mæltu fór hann burt stúrinn, því að hann fékk
nú fyrirlitning á sjálfum sér, og þóttist nú í raun
réttri vera hreinn þrælsjafningi. Margir þeir, sem