Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 126
284
Gamli-Toggi.
Nú var kálfurinn eptir. J>að var stór kvíga,
rauð á lit, og þau höfðu ætlað sjer að halda í
henni lífinu, svo að hún gæti orðið að kú með
tímanum, en nú voru þau komin í alveg botnlaus
vandræði, því í kotinu var ekki til eiun einasti
matarbiti að jeta.
#Maiður verður að bjarga sjer eins og bezt
gengur«, sagði Gamli-Toggi, og svo labbaði hann á
stað til bæjarins.
Hann hitti fyrst heldri skóarann þar — þeir
voru ekki nema tveir—, það var vel efnaður mað-
ur og átti hús í aðalgötuuni í bænum og bjó i því.
»Heyrðu«, sagði Gamli-Toggi; »þú skyldir ekki
vilja kaupa af mjer kálf sem jeg á? |>að er ágætt
á honurn skinnið; jeg þori að segja það er frægasta
skóleður, og svo er hann spikfeitur.#
»Hvað á hann að kosta?« spurði skóarinn.
»Atta dali bafðl jeg hugsað mjer«, sagði Gamli-
Toggi; »það er reyfarakaup.«
Hvort sem þeir nú töluðu um það lengur eða
skemur, þá varð það úr, að þeir gjörðu kaupin.
Toggi fjekk átta dali í vasann, og hróðugur var
hann; skóarinn átti svo að sækja kálfinn eptir
viku.
þaðan labbaði Gamli-Toggi til hins skóarans.
Hann átti nú ekki nærri því eins mikið undir sjer,
og fjekkst mest við að næla undir skó og bæta;
hann bjó í dálitlum kumbalda utanvert í bænum.
»Sæll vertú«, sagði Gamli-Toggi, *hvað held-
urðu jeg sje að fara?
•Iíomdu sæll«, tók skóarinn undir og keyrði