Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 150
308
Gr. Pfeuffer:
árstekjur.
Hertoginn a£ Eutland ............. 450,000 kr.
Tetuple greifi ................... 420,000 —
Hertoginn af Manchester........... 400,000 —
Hertoginn af Beaufort ...... ..... 375,000 —
f>að eptirtektavert, að allt eru þetta tigin-
bornir menn. Nú á tímum eru hinir mestu auð-
menn flestir af óæðri stigum.
Montesquieu, hínn nafntogaði höfundur að
oEsprit des lois» (»Anda laganna»), t 1755, segir, að
skuldasúpa sje fylgikona og höfuðauðkenni tiginna
manna á þeim tímum. Er það og engin furða,
eptir hinu stjórnlausa óhófi og munaði, er þá tíðk-
aðist, og svo voru mikil brögð að meðal aðals-
manna á Frakklandi á 18. öld, að það er hin
mesta andstyggð að lesa það og heyra. Aðals-
menn tóku alla hluti að láni, jafnvel gáfur, segir
einn þeirrar tíðar rithöfundur; þeir tóku lán hvar
sem þeir gátu, rituðu undir víxla með hvaða kjör-
nm sem fáanleg voru, og hvernig sem á stóð, og
bökuðu lánardrottnum sínum óþrjótandi umstang
og armæðu. jpar kom að lokum, að drengskapar-
heit aðalsmanna voru einskis metin og undirskriptir
þeirra fyrirlitnar. f>að þótti ekki við þá eigandi
öðruvísi en með milligöngu málfærslumanns ; það
mátti til að gjöra skriflegan samning og setja veð
i hvert skipti, sem aðalsmaður tók eyrisvirði að
láni. Sí og æ sáust skuldheimtumenn á ferðinni með
lögregluþjóna og dómara. Eptir hvern gjalddaga
hófust langvinn málaferli, og lauk svo opt og tíð-
um, að skuldunaut var snarað í fangelsi og eigur
hans í föstu og lausu seldar á nauðungaruppboði.