Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 14
172
Heilsufræðin nú á tímum.
fækkað hefir mannalátum í borgunum, já meira
að segja opt brugðið svo við, að þetta hefir orðið
óðara frá þvf ári, sem borgin fekk hollara neyzlu-
vatn, eða fekk lokið við ræsagjörð sína. En jafn-
framt þessu heirnta menn, að æ sé unnið meira og
meira að því að vernda heilsuna, sem eðlilegt er,
því betr sem menn láta sér það skiljast, að það
megi allopt takast, að sporna við sjúkdómuín með
skynsamlegum viðrbúnaði.
|>að er þannig óefað mál, að meðal flestra þjóða
eru almennar ráðstafanir gjörðar til þess að verja
heilsuna, og að þær árlega verða afkastameiri og
fjölbreyttari; en hitt er ekki síður víst, að menn
ár af ári komast lengra og lengra í ýmsum rann-
sóknum, sem allbúið er, er stundir líða, að orðið
geti til þess, að gjöra fleiri og fleiri af hinurn
næmu og skæðu sjúkdómum miðr geigvænlega.
f.ví betr sem menn sannfærðust um það, að sótt-
næmi væri svo undirkomin, að eitthvert sóttkveikju-
efni utan að næði að læsa sig í líkamanum, því
vonbetri urðu menn um það, að það kynni að auðn-
ast að komast fyrir, hvers háttar þessi enn ókunni
flytjandi og æxlandi sjúkdómanna væri. Menn
höfðu von um, að sjónaukinn kynni að opna augu
manna, og með sjónaukanum var nú leitað í blóði,
innýflum, saurindum og þvagi manna og dýra.
Fyrsta sóttkveikjuögnin, sem fannst, var sóttkveikju-
ögn miltisbrunans, og var það árið 1850. Sá sjúk-
dómr er afar skæðr á öllum fénaði (sauðfé, naut-
gripum og hrossum) og veldr stórkostlegu fjártjóni
í mörgum löndum, en það er varla nema fyrir slys,
að menn fá hann. I blóði dýra, sem miltisbruna