Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 58
216
H. Trier:
Svo gýs upp frakkneska stjórnarbyltingin. —
Pestalozzi finnst hún vera herklukka, er hringi til
nýrrar aldar. Og hvernig gat honum annað fund-
izt, »þegar hann hugleiddi einveldiskröfur konung-
anna«, þegar hann hugleiddi einveldi Loðvfks 14.,
»sem fyrir því, að hann var smurður krýningarvið-
smjöri, heimti sér réttindi guðs og hneppti þessa
heimsálfu í þá ánauð, að hvorki Tyrkir né
Svertingjar mundu hafa látið þjá sig svo«. Hann
segir enn: »þ>essi tnikli sjónarleikur vorrar aldar
er hugvekja, er náttúran gefur; vœri betur að kon-
ungarnir heyrðu hana og þjóðirnar skildu hana«.
Og þegar stjórnarbyltingin er búin að ryðja sér til
rúms í Svisslandi og gera það að »einu óskiptilegu
lýðveldi«, þá verður hann vonaröruggur og segir:
•Fagna þú, föðurland mitt; ský villunnar eru rofn-
uð, kraptur þinn er yngdur upp. Prakkland tekur
þig sér í faðm sem jafnborna systur.« Hann finn-
ur það, að nú þarf hann ekki lengur að bíða; nú
er uppskerutíminn þegar í nánd; fáum dögum ept-
ir að byltingin er komin í kriug, segir hann : »Ég
ætla mér að verða skólameistari«, og kaus hann sér
þannig það hlutverkið, er hann taldi sér hægast
að inna af hendi, þegar fara ætti að endurskapa
landslýðinn.
III.
í maímánuði 1798 skrifar Pestalozzi til eins
af ráðgjöfunum, og býður stjórninni þjónustu sína,
með lýðvaldshollri kveðju, og af þvf hann er sann-
færður um, að umfram allt þarf föðurlandið veru-
legra umbóta á uppfræðingunni og skólunum fyrir