Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 136
U94 C. de Varigny :
bæjarins og mest metnir: Coleman, Shattuck og
Allister. |>rjú þúsund bæjarmenn gengu í lið með
þeim og bundust því heiti, að framkvæma allt, er
þeir legðu fyrir þá, og beita til þess vopnum, ef á
þyrfti að halda. JohnJenkins var höndum tekinn
10. júní; hann var staöinn að þjófnaði. Nefndin
stefndi honum fyrir sig, dómarinn dæmdi hann frá
lifi, og var hann hengdur samdægurs. Yíirvalds-
nefnurnar mótmæltu hátíðlega slíkri framhleypni
og óboðnum afskiptum af því, er lægi undir
þeirra embætti, og skipuðu að taka hina sjálfboðnu
dómara höndum og snara þeim í varðhald ; en
þeirra liðar svöruðu svo, að þeir sömdu stórt aug-
lýsingarskjal, er þeir rituðu nöfn sín undir, og tjáðu
sig samseka velferðarnefndiuni og dómurum hennar,
og urðu hinir að hafa það svo búið.
Ilálfum máuuði síðar ljet nefndin handtaka
James Stúart. f>að var alræmdur þjófur og morð-
ingi. Hann játaði glottandi á sig manndráp þau,
er hann hafði framið. Hann var hengdur niður
við höfn.
Whittaker og Mac-Canzie, er hin regiulegu
yfirvöld höfðu látið setja í varðhald, voru þar allt
af óhreyfðir; það var ekkert átt við mál þeirra.
Velferðarnefndin heimtar, að mál þeirra sjeu dæmd
þegar í stað. |>ví var synjað. f>á lætur nefndin
hringja áhlaupsklukkunni, brýtur upp dyrnar að
fangelsinu, og lætur færa fangana fram fyrir sig.
f>eir reyndust sannir að sök, og voru hengdir að
vörmu spori. — Við þessa röggsemi og skjótræði
varð öðrum illvirkjum felmt; þeir fóru að hafa
sig á kreik burt úr bænum. Velferðarnefndin