Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 10
168
Heilsufræðin nú á timum.
tala um neitt heimilislíf, þar sem karlar, konur og
börn gátu fengið vinnu á verksmiðjunni, eins og
sumstaðar á Englandi. En með hinum sívaxandi
fólksfjölda óx einnig örbirgðin í stórborgunum, en
henni fylgdu aptr sjúkdómar og bágindi.
þetta kipm einna glöggvast í ljós, þegar kóleran
komst til Norðrálfunnar. Arið 1830 var það, að
þessi ófagnaðargestr í fyrsta sinn kom til vorrar
heimsálfu. Hún kom frá Indlandi; þar er ættland
hennar, og þangað að hafði ekki neitt borið á því,
að hún vildi breiðast þaðan út. En nú hafði hún
flutzt með hirðingjasveitum norðr undir Kaspíhaf,
komst inn yfir landamæri Eússlands, rakti sig eptír
öllum aðalþjóðbrautunum vestr eptir Norðrálfunni,
tók sér stundardvalir í stórborgunum, gerði sig þar
heimakomna, en þó hvergi jafnmjög og í fátæk-
legustu hverfunum, enda týndi þeirra lið ótæpt
tölunni. Að vetrinum var hún vön að hörfa und-
an lengra suðr á bóginn og beið svo vorsins til
þess, þegar sumraði, að taka aptr til óspilltra
málanna. það hefir komið fyrir, að kóleran hefir
alveg horfið úr þessari heimsálfu — meira að segja
eklci neinstaðar gert vart við sig í 10 ár samfleytt—•
en hún hefir komið aptr, og þá stundum allt aðra
leið. þannig hefir hún komizt til Norðrálfunnar
sjóveg, en ekki llandveg, eins og hið fyrsta sinu.
|>á barst hún fyrst til Mekka í Arabíu með píla-
grímum Múhameðstrúar frá Indlandi, frá Mekka
barst hún svo til Egiptalands, en frá Egiptalandi
til Norðrálfunnar, sem við mátti búast, þar sem
verzlunarsamgöngur eru jafntíðar á milli. Árið
1832 komst hún yíir Atlantshaf og geysaði um