Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 81
Sjálfs er höndin hollust.
Eystri-Pafcten var einhver hinn kyrrláfcasti og frið-
■ samasti bær í heimi. Bæri svo við, að hestur
sýktis eða að fatlaðist við kú hjá einhverjum
bæjarbúa, þá þóttu það allmikil tíðindi, og létu
allir sig það varða. Ef sagt var, að komin væri
upp auglýsing á póststofuhurðinni, mátti ganga að
því vísu, að borgararnir skunduðu þangað hópum
saman.
það er því ekkert tiltökumál, þótt mönuum yrði
lreldur en ekki tíðrætt um, hvernig á því mundi
standa, er majór Martt tók sjer bústað í Eystri-
Patfcen þrjú sumur hvert eptir annað, án þess
hann ætfci þar nokkurn ættingja, eða að nokkur
væri þar hermaður annar.
Jafnvel þeir, sem annars voru vanir að vera
hinir allra fréttafróðustu, höfðu aldrei frætt menn á,
hvernig á þessari nýlundu mundi standa. Reynd-
ar höfðu þeir svo fjörugt ímyndunarafl, að þeir
gátu leitt ýmsum sennilegum getum að því, hvers-
vegna majórinn kynni svona vel við sig í Eystri-
Patten; en þeir hikuðu þó við að gera almenningi
þær heyrum kunnar.
J>eir hefðu nú reyndar ekki orðið í neinurn
vandræðum með, og þeir hefðu heldur ekki horft
í það, að búa til einhverja sögu, og láta hana ber-
ast, ef um hversdagslegau náunga hefði verið að
ræða; en það var ekki gott að vita, hvernig hann,
hermaðurinn, kynni að taka því, ef hann kæmist