Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 72
230
H. Trier:
faraflokkurinn, sem Pestalozzi fylgdi, hafði nvi beðið
lægra hlut.
Y.
Sumarið 1804 varð Pestalozzi að flytja burt
úr höllinni í Burgdorf —; hún var ætluð yfiramt-
manni til íbúðar. Honum var léð húsnæði fyrir
skólann í höllinni í Múnchenbuchsee, fyrst urn
sinn árlangt; þar höfðu fyrir skemmstu kláðasjúkir
hermenn verið látnir gista. Stjórnin hætti nú að
styrkja Pestalozzi, og heimtaði aptur fé það, er
honum hafði verið greitt fyriríram. En áður en
hann færi frá Burgdorf, kom til hans frá býráðinu
í Yverdon áskorun, er lagði fast að honum að taka
höllina þar í bænum sér til aðseturs framvegis.
Hann þá boðið; en með því að frakkneska er töl-
uð í Yverdon og þar í grennd, þá hugsaði hann
sér að liafa þyrfti skólann í tvennu lagi, annan
fyrir þá, er á þýzku mælti, hinn fyrir þá, er mælti
á frakknesku. Herragarðseigandinn Emanúel v.
Fellenberg tók að sér stjórnina á skólanum í
Múnchenbuchsee; hann var maður á bezta aldri,
þrekmikill, ötull, ráðsvinnur, en ekki tiltakanlega
tilfinninganæmur; en mjög var honum hughaldið
um alþýðumenntun. En þegar hann tók við stjórn-
inni, þótti jafnt kennendum og lærisveinum hann
beita ofmikilli harðúð og óbilgirni, og felldu sig illa
við hann. það var mála sannast, að þá skildi
mikið, Pestalozzi og hann. Hjá Pestalozzi réði
hjartað mestu, en skynsemin hjá Fellenberg. Hann
var óvæginn í dómum sínum, og lét það á sér
finna, að hann þóttist eiga mikið undir sér, og út