Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 80
238 H. Trier: Hinrik Pestalozzi.
in að rifja upp fyrir sér sína liðnu œfi, og svo sí
og æ að hugsa um fyrstu uppfræðsluna. Haun
hafði þau árin heimili sitt á »Nýjabæ«, jörðinni
sinni, og á hverjum degi skrifaði hann margar
stundir, og tók sér þess á milli langar göngur.
Einn af vinum bans bað hann að fara varlegar með
sig, en fékk ekki annað svar eu þetta : »Eg er
heilsugóður eins og björn«. En svo fór undir hans
hið síðasta enn á ný að syrta að til nýrra árása; en
þá varð liann sjúkur, og þess sjúkdóms beið hann
eigi bata. Tveimur dögum fyrir andlát sitt lét
hann skrá skipan sína, og er þar þetta meðal ann-
ara orða : »jpess bið ég guð, að friður sá, er ég nú
hrátt mun finna, megi einnig gefa óvinum mínum
frið. En hvernig sem um það fer, þá fyrirgef ég
þeim. Eg blessa vini mína, og vona, að þeir með
ástsemd minnist mín, þegar ég er liðinn, og eptir
dauða minn, án þess að þreytast, helgi krapta
sína því, að efnd megi verða á því, er óg alla æfi
hafði viðleitni á að framkvæma«. Hann dó að
morgni 17. d. febr. 1827.
þar kvaddi heiminn maður, er hafði eldheitan
óslökkvanda kærleik til smælingjanna í mannlegu
félagi, og sem fyrir þann sinn kærleika hefir kveikt
áhuga vorrar aldar á alþýðumenntun; hans djúp-
sæju og víðtæku hugsanir hafa verið teknar upp
og fullkomnaðar af skólamönnum og uppeldisfræð-
ingum í öllum heimsálfum, og gefið uppfræðslunni
hennar rétta grundvöll, og beint henni í þá stefnu,
sem hún á að hafa, sem er sú, að leiða til þroska
og framfara alla óspillta krapta mannlegs eðlis.