Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 21
Heilsufræðin nú á tímum.
179
er þarf handa stórri fjölmennri borg, er þess get-
andi, að auk brunnvatns þess, sem notað er í
Kaupmannahöfn, sem ekki er svo lítið, er að
borginni veitt svo miklu vatni, að full hólf tunna
af vatni kemr í hvers manns hlut á hverjum sól-
arhring; ea í mörgum iðnaðarborgura kemr miklu
meira vatn á mann hvern; má af því ráða, að
þar sem svo til hagar, að öllu vatni þarf að veita
að fjölmennri stórborg, þá er lítil sitra ónóg. Og
sem dæmi þess, að einnig nú á öld er ekki horft
í kostnað til þess að afla stórborgunum nægs og
góðs vatnskosts, þá er heilli á, er Kj-ótoná heitir,
veitt nokkuð á 12. mílu til Nýju-Jórvíkur í Banda-
ríkjunum. Fyrst þar sem áin er tekin út úr farveg
sínum ér á samfelldri mílu há bryggja hlaðin undir
veitustokkana ; þar á eptir á 10 mílna bili verða
á þessari nýju leið árinnar margir hálsar, hæðir og
dældir; eru 16 jarðgöng gjör gegnum hálsana, og
er lengd þeirra samtals 6422 fet; en yfir dæld-
irnar eru brýr gjörðar; kveðr mest að einni, er
kölluð er Haarlemar-brúin; hún er 1504 feta löng,
en 25 feta breið; neðan undir henni eru 15 stein-
bogar; spanna 8 þeirra yfir 83 fet hver, en 7 yfir
51 fet hver; hæstu steinbogarnir eru 115 fet yfir
vatnsborð, en 160 feta há er brúin sjálf, þar sem
hún er hæst. Onnur brú á þessari leið er brúin
yfir Glendwuingdalinn; hún er 1618 feta löng. Við
vatnsveitugjörð þessa var lokið 1842, og er það
almennt talið eitt með stórkostlegustu og þörfustu
mannvirkjum, ekki ósamboðið fyrnefndum stór-
virkjum Kómverja.
ia*