Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 87
245
Sjálfa er höndin hollust.
jafnframt geturðu horft eins mikið á frú Wittleday
eins og þú villt.w
Lieutenantinn lilýddi skipun yfirboðara síns,
én það var auðsjeð á andliti hans, að honum var
það mjög á móti skapi; hann var ungur og rjeð
því ekki við drættina í andlitinu ; ekki gat hann
heldur hulið þá í skegginu, því það var lítt sprott-
ið honum. Frú Wittleday gat naumast að sjer
gert að brosa, þegar henni varð litið til hans,
þar sem hann sat ýgldur á brún og brá, og ein-
blíndi á hana með angurblíðu augnaráði.
Fyrst hafði majórinn gaman af að sjá til vin-
ar síns, en bráðum fór hann að verða hræddur um,
að menn mundu reka augun í iitlit hans og augna-
ráð; gæti þá verið, að þeir, sem líkt var ástatt fyr-
ir, færu að skopast að honum; það vildi hann fyr-
ir hvern mun forðast. Hann tók það þá til bragðs,
að biðja Fischer prest að færa frú Wittleday, þeg-
ar hann gæti komizt gegn um mannþröngina, sem
utan um hana var, kveðju sína og afsökun; hann
mætti til með að fara þá þegar. Hann tók vin
sinn við hönd sjer og fór heim til sín.
»Mjer liggur við að óska að jeg hefði lofað
Indíönunum að skella af yður höfuðleðrið, herra
majór«, sagði lieutenantinu ; »þjer hefðuð þá að
minnsta kosti ekki rænt mig þeirri beztu kvöld-
stund, sem jeg nokkru sinni hefi átt — éða, rjett-
ara sagt, sem jeg ætlaði að fara að eiga.«
»Ef svo hefði farið, þá hefðirðu naumast nokkru
sinni dvalið eina einustu kvöldstund í Eystri-
Patter, Friðrik», sagði majórinn hlægjandi; hann
rjetti lieutenantinum um leið vindil og kveikti