Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 20
178
HeilsufræíHn nú á tímum.
hjá Eómverjum í fornöld; en af þeim hafa menn
ekki síðr mátt læra það, hvernig haganlegast mætti
veita vatni að borgum. |>eir sáu fyrir nægum
vatnsbyrgðum í borgum sínum, og horfðu ekki í
kostnaðinn að veita því langar leiðir, svo mörgum
mílum skipti, í veitustokkum, sem víða hvar, þar
sem á því þurfti að halda, var svo fyrir komið,
að undir veitustokkana voru hlaðnir háir stein-
bogar, því líkast sem þá er brýr eru gjörðar.
Stundum réðust þeir í það, að gjöra göng undir
hæðir og hálsa fyrir veitustokkana til þess að taka
af sér króka. Sjást enn margar menjar þeirra
stórvirkja, og svo traustlega hefir verið frá öllu
gengið, að enn eru á stöku stað vatnsveitustokkar
alveg óhaggaðir. Má til dæmis taka vatnsveitu-
stokkana hjá Segovíu á Spáni; þeir voru gerðir á
stjórnarárum Trajans keisara; undir þá eru hlaðnir
177 steinbogar, og er allt gjört úr vel tiltelgdu
forngrýti, og hefir hleðslan hvergi verið styrkt með
múrlími, en svo vandlega hefir verið frá öllu geng-
ið, að varla hefir nokkr steinn gengið úr skorðum,
og hvergi leka stokkarnir deigum dropa, og eru þó
næfellt 1800 ár síðan lokið var við þessa traustu
smíð. j?ar sem steinbogarnir undir veitustokkun-
um eru hæstir, eru þeir 104 feta háir. Svo miklu
vatni er á þennan hátt veitt að borginBÍ, að nægja
mundi 100,000 manns.
I grenndinni við Rómaborg má sjá nægar menjar
þessara stórvirkja Eómverja hinna fornu, en það
er nú meira og minna í rústum.
Til þess að menn geti gjört sér nokkura hug-
mynd um, að það er ekki neitt smáræði af vatni,