Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 9
Heilsufræðin nú á tímum.
167
Danmörku, og Jpegar bólan aptr gjörði vart við
sig, var hún langt um vægari en fyrr hafði verið.
Bólan reyndist nú hvergi jafnskæð og fyrr hafði
verið, nema þar sem hún hitti fyrir menn, sem
aldrei hafði verið sett kúabóla. jpað leiddist að
vísu í ljós, að menn ekki máttu væntast þess, er
menn fyrst höfðu gjört, að kúabólusetningin mundi
að fullu fá byggt út bólunni, en liirrs vegar fóngu
menn fulla sönnun fyrir því, að kúabólusetningin
er svo gott varnarmeðal við bólunni, að hún þarf
ekki framar að teljast neinn vogestr.
Norðrálfan var þannig í upphafi þessarar aldar
orðin laus við tvær geigvænlegustu drepsóttirnar,
kýlasóttina og bóluna, og hefði af því mátt ætla,
að öll skilyrði væri fengin fyrir því, að upp mætti
vaxa hraust og heilsugóð kynslóð. En það kynnd-
ist brátt, að nýja öldin bjó yfir nýjum voða. Hin-
ar óaíiátanlegu styrjaldir Napóleons sviptu lífi
ógrynni manna á bezta skeiði — Rússlandsherferðin
ein fór með nærfellt \ miljón — og þetta dró svo
i\r þrótti þjóðanna, að á sá. Aðrar hættur stöfuðu
af háttabreytui þeirri, er varð í félagsskipun manna,
þ>að að menn komust upp á það að nota vinnu-
krapt gufuvólarinnar til iðnaðar, lét öllum iðnaði
fleygja fram stórkostlega, en við þetta uxu stór-
borgirnar fram úr öllu hófi, einkum fyrir það, að
sífellt fjölgaði verkmannaliði því, er að borgunum
sótti. Upp af hverri borg gnæfðu nú verksmiðju-
reykháfarnir, lopt, jörð og vatu saurgaðist af
hroðanum frá verksmiðjunum, og við sjálft lá, að
menn misstu sólarljóssins vegna kolasvælunnar.
Sumstaðar í iðnaðarborguuum var ekki hægt að