Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 82
240 Sjálfs er höndin hollust.
að slíku—, og um það var nú ekki að efast í þessu
skúmaskoti.
Síðan í frelsisstríðinu, það er að segja í nærri
því heila öld, hafði ekki sézt einn einasti hermað-
ur í bænum, þangað til majór Martt sýndi hon-
um þann sóma að taka sér þar bústað. Að sönnu
höfðu einstöku hermenn slæðzt þangað á mynda-
blöðum, og þó að þeir væri all-vígamannlegir, höfðu
bæjarbúar látið þá óáreitta.
Bæjarbúum leizt því ráðlégast, að hlutast ekki
til urn hagi majórsins; þeir voru kátir og hreyknir
yfir því, að liafa hann þarna lifandi fyrir augum
sér. það var fremur hörgull á karlmönnum í
Eystri-Patten, að minnsta kosti á glæsilegum
mönnúm. J>eir, sem komnir voru á efra aldur,
voru svo dauflegir, að engin ánægja var að horfa
á þá eða látbragð þeirra ; ungu mennirnir voru ör-
fáir, því nýlega hafði allur þorri þeirra tekið sig
upp og flutt vestur á bóginn.
Majórinn var maður hár vexti, herðibreiður,
limaður vel, vel eygður og vel skeggjaður; þegar
hann gekk um stræti bæjarins, skrýddur glæsileg-
asta einkennisbúningi, þótti öllum yndi á að liorfa,
nema nokkrum hinna yngri manna, sem voru hálf-
smeykir um, að hann mundi, ef í það færi, verða
þeim hlutskarpari hjá stúlkunum.
En það þurfti enginn að óttast majórinn. J>eg-
ar er hann í fyrsta sinn kom til bæjarins, keypti
hann Bose Cottage, sem er rétt hjá höfuðbóli einu
miklu, sem kennt var við eigandann, Wittleday-
Majórinn var laus við herþjónustu á sumrin, og
mátti þá heita að hann væri öllum stundum í aldin-