Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 8
166
Heilsufræðin nú á tímum.
kúabólu8etninguna. Eðvarð Jenner var enskur
læknir; í 20 ár hafði hann veitt því eptirtekt,
að það var satt, sem mjaltakonurnar í grennd við
hann þóttust hafa reynt, sem var það, að þegar
kúabóla gengi, og bólan af kýrjúgrunum flyttist á
hendr mjaltakvennanna við mjaltirnar, svo að
mjaltakonurnar fengju útbrot á höndunum, áþekk
bólunni á kýrjúgrunum, þá mætti ganga að því
vísu, að þeim væri vir því óhætt fyrir bólunni.
jpegar Jenner þóttist liafa fengið fulla vissu fyrir
þessu, þá sá hann, að þetta var næsta þýðingar-
mikið. það sem hann þessu næst gjörði var að
reyna það, hvort það að setja kúabólu úr einum
manni í annan verði þann, sem þannig væri kúa-
bólusettr, fyrir bóliunni. |>essa tilraun gjörði hann
á syui sínum fyrstum manna, og síðan á fjölda
mörgum öðrum, og þóttist hann við þær tilraunir
fá fulla vissu fyrir því, að kúabólan, þannig sett,
verði fyrir bólunni, og gaf hann því 1798 út bækl-
ing sinn um kúabólusetninguna. Rit þetta vakti
hvervetna hina mestu eptirtekt; og árið eptir var
búið að stofna 1 Lundúuaborg kúabólusetningarhús.
Ekki leið heldr á löngu, að önnur lönd færði sér
í nyt þessa blessunarríku uppgötvun. Aðr en 3
ár væri liðin var búið að koma á kúbólusetningu
í öllum löndum norðrálfunnar; í Danmörk komst
hún á 1801; og þegar Jenner dó, 1823, var bólu-
setning komin á um allan heim.
Við kúabólusetninguna urðu þegar furðanlega
snögg umskipti á bólusóttunum. í mörgum löudum
gjörtók fyrir þær allt í einu; þannig liðu svo
fjöldamörg ár, að alls ekki varð vart við bólu í