Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 54
212
H. Trier:
ið, enda vantaði laann ínjög svo stillingu og reglu-
semi og ráðdeild hversdagslega. Skuldir söfnuðust
á hann æ meir og meir; kona hans 16t arf sinn
upp 1 skuldirnar, og með stillingu sinni og kjarki
reyndi hún til þess að kljúfa fram úr vandræðun-
um ; en árið 1780, þegar uppeldisstofnun þessi
hafði staðið í 5 ár, þá var ekki annars kostur en
að láta börnin hverfa heim aptur til foreldra sinna,
og hætta við stofnunina. Pjárframlögunum var
þannig eytt til ónýtis, traustið á Pestalozzi orðið
að engu; en hann hafði styrkzt í trúnni á það, að
hugmyndir sínar um uppeldið væri sannar og rétt-
ar, og það þvi fremur, sem hann kannaðist fúslega
við það, að það sem olli því, að honum ólánaðist
með uppeldisstofnunina, voru sjálfs hans glappa-
skot.
Og nú hlaut hann að kúra einn sér í stóra í-
búðarhúsinu sínu, og hafði opt og einatt ekki ann-
að til matar, en þurt brauð og vatn við því; en
það tók hann þó sárast, að því nær allir vinir
lians sneiddu hjá honum, og töldu það líklegt, að
þar að mundi reka fyrir honum, að liann annað-
hvort kæmist á sveit, eða yrði vitfirringur. En
hugur hans reikaði víða, og honum hugkvæmdist
margt það, er gróf svo um sig hjá honum, að hann
i einveru sinni fór að verða rithöfundur, og hafði
hann þó í þrettán ár ekki litið í bók, og gat varla
skrifað eina línu gallalaust. það sem lék í huga
hans, þar sem, hann var á reiki út á víðavangi>
ýmist eins og utan við sig, eða þá talandi hátt viö
sjálfan sig með undarlegu látbragði, svo að hann varð
sumum að athlægi, en aptur aðrir aumkvuðust yfir